miðvikudagur, júlí 25, 2007

Matreiðslubókagrúsk!

Já nú sést varla í nefið á mér fyrir matreiðslubókum, ohhh hvað það er skemmtilegt. Einhvern veginn er áhuginn á matargerð alveg í full swing núna og ég er að njóta þess til fulls. Fjölskyldan er komin frá Ameríku, fyrir utan Þorgerði og Arnald en þau koma á morgun,og þá er kátt á hjalla maður... krakkarnir fá ekki nóg af hvoru öðru. Ég fæ ekki knúsið mitt þegar hún kemur heim á daginn því hún hleypur bara beint í fangið á Herði Sindra og Val og þau byrja að hlaupa um allt hús og leika sér, geðveikt stuð! Ég er ennþá í því að hjóla í vinnuna klukkan 5.50 á morgnana, og er náttúrulega bara að nefna það hér þar sem ég er svo stolt af mér að ég vil að allir viti hvað ég er ROSALEGA dugleg....
Hrafnhildur á afmæli í dag og þykist hún vera 29 en ég veit betur, múhahaha! Til hamingju með afmælið Hrafnhildur mín!
Við erum núna aðeins að breyta í hlaðborðinu, settum inn nýtt salat í dag, rosalega gott og fiskurinn var algjört sælgæti enda rauk hann út....
Það var bakaður lax með sterkri maplesýrópsgljáa og grilluðum paprikum...mmmmm....
Á föstudaginn verðum við svo vonandi með aðeins öðruvísi sjávarréttasalat, það verður á austurlenskan máta og heitir Marineraður skelfiskur í engifer, kóríander og myntu með mangó og hunangsmelónu. Eins og ég segi þá vona ég að við getum sett þetta inn á föstudaginn nú ef ekki þá verður það pottþétt á mánudaginn.
Ég ætlaði að vera svakalega dugleg í dag og fara út að skokka en svo lenti ég á kjaftasnakki með Ólu systur og ...sorry ég er bara ennþá að njóta þess að geta ,,lent á kjaftasnakki" með systur minni að ég hef ekki einu sinni sammara yfir því að hafa ekki skokkað í dag, þó að ég hafi borðað leifar af súkkulaðikökunni í dag, mér er alveg gersamlega, nákvæmlega sama!
Jæja best að fara að gæða sér á ,,gamla kjúlla" sem er, fyrir þá sem ekki vita, kjúklingur bakaður í sítrónu,olíu,rósmaríni og hvítlauk í klukkutíma mmmmm..... Ég bara skil ekki að ég sé ekki komin með leið á honum hann bara virkar alltaf, meira að segja hafa komið tímabil í mínu lífi þar sem við borðuðum hann á hverju sunnudagskveldi.... Algjört æði.
Finnst ykkur ég tala of mikið um mat hérna, eða......???
Eigið þið góðan matardag á morgun krakkar mínir.

2 ummæli:

Hrefna sagði...

Mér finnst ýkt gaman að lesa matpælingarnar þínar....
Hér eru sko stundum uppaborgarar í matinn og þá er sko hugsað til ykkar. Dásamlegir alveg.
Hrefna

cockurinn sagði...

mmmm.....uppaborgarar. Það er gaman að vita. Ég ætla að gera uppaborgara á morgun, alltof langt síðan síðast, ohhh þeir eru svooo góðir.