þriðjudagur, júlí 17, 2007

Matgæðingur vikunnar

Hehe já ég verð það víst einhvern tímann, veit ekki hvenær, kannski í næstu viku.
Ég þurfti að vippa upp uppskriftum á 2 tímum og tja það var nú soldið lítið mál fyrir mína þar sem maður er víst að kallast pro í þessum málum. Svo kemur ljósmyndari á eftir, eða eftir klukkutíma að taka mynd af mér, hmm ég er ekki einu sinni búin að drulla mér í sturtu eftir vinnuna í dag. Það er einhver hundur í mér í dag og í gær. En heyriði mig nú, súmarfrísrugl er þetta, það er svo lítið að gera í hlaðiborðinu þessa vikuna og nú vil að allir sem ég þekki leggist á eitt og komi í hádegisverðarhlaðborðið á Vox og eti á sig gat! okok þið verðið reyndar að borga fyrir það en mér finnst það nú reyndar lítil upphæð miðað við all you can eat týpuna sem er í gangi þarna. Við eldum eitthvað rosalega gott á hverjum degi. Björgúlfsfeðgarnir komu 2var í þessari viku..... og svo er hægt að sjá fleira ,,frægt" fólk þarna.
En guð minn góður hvað síðasta helgi var hreint út sagt mergjuð!!! Við fórum með Sigrúnu og Árna Þór og börnum í Ladmannalaugar og á Leirubakka og vorum alla helgina, þetta var alveg hreint geggjað. Það var sko mikið slappað af, drukkið, etið og spjallað langt fram á nætur! Djöfull var líka ljúft að vera á svona massívum jeppa á hálendinu að fara yfir ár og svona, ótrúlega skemmtilegar torfærur í gangi þarna. Ég keyrði upp eftir og svo píndi ég Sverri til að taka við stýrinu á leiðinni til baka en hann var sko ekki óánægður með það þegar á hólminn var komið!
æ jæja best að rúlla sér yfir í sturtuna.....

Engin ummæli: