þriðjudagur, júlí 31, 2007

svo montin!

já það var ofboðslega skemmtilegt það sem yfirkokkurinn á Vox sagði við mig í morgun. Hann sagði mér að það hefði borist e-mail til þeirra og þar voru ánægðir viðskiptavinir að dásama hádegisverðarhlaðborðið og þá sérstaklega sushi-ið og að þetta hefði verið það besta sushi sem þau hefðu smakkað bæði hér á landi og úti í útlöndum. Ég var alveg svakalega montin með mig. En hvað það er ofboðslega gaman að heyra eitthvað svona. Þetta ætla ég að gera þegar ég kem út af veitingastað ánægð, skirfa e-mail, við verðum svo ánægðir, við kokkarnir.
Annars er byrjað að koma inn mikið af fólki og augljóst að það er farið að týnast úr sumarfríum.
Ég er ennþá alveg í skýjunum yfir þessari vinnu, hún er svo skemmtileg.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ætlaði einmitt að hafa það á orði við þig þegar ég hitti þig næst að sushiið var hrriiikalega gott! Þetta var í þriðja sinn sem ég kem þarna og fæ mér alltaf fullt af sushi og það hefur aldrei verið svona gott! Besta sushi sem ég hef smakkað allavega, fór meira að segja aukaferð með tilheyrandi biðröð he he

Nafnlaus sagði...

Til hamingju kæra systir, mér heyrist þú bara vera að meika það þarna a Vox. Ég held það sé komi tími til að ég fari að heimsækja þig þarna í næstu viku og fá mér smá í gogginn:)

Nafnlaus sagði...

til ham!
þú ert náttúrulega best!

cockurinn sagði...

Takk Bjöggi minn;)

cockurinn sagði...

og já endilega Þorgerður mín komdu til mín....