laugardagur, júlí 07, 2007

komið öll blessuð og sæl, Íslendingar nær og fjær!

Jæja þá er maður mættur á klakann og í massastuði! Erum bæði byrjuð að vinna á fullu og líkar mjög vel. Ég er yfir hádegisverðarhlaðborðinu á Vox og verð yfir því til 15.ágúst en þá kemur hinn matreiðslumaðurinn úr fríi sem sér um þetta venjulega. Mér gengur bara vel með þetta. Sverrir er kominn í byggingavinnuna aftur, ekkert sérstaklega gaman hjá honum en svona gengur....
Við höfum svo sem lítið gert þessa vikuna þar sem maður er bara búin að vera að koma sér inn í vinnu og hitta fjölskylduna og svona, sérstaklega þar sem minn helmingur af henni er farin til Ameríku í sólbað og koma þau eflaust öll sömul miklu brúnni en ég heim aftur. Ég er að reyna að sætta mig við það að vera alltaf hvít, það er erfitt en þetta er allt að koma. Mér leið einhvern veginn betur í kringum Japanina þar sem í þeirra menningu á maður að vera eins hvítur og hægt er og alltaf horfðu þau á mig með mikilli aðdáun og konurnar vildu endilega fá að vita hvaða sólarvörn ég notaði og þegar ég sagði þeim að ég væri bara svona náttúrulega hvít og raunverulega væri ég heldur brún miðað við á veturna, misstu þau andlitið. Ég er alvarlega að spá í að flytja þangað, helst bara á sumrin þegar allir í kringum mig eru svona líka svakalega brúnir og ég... já ég alltaf hvít. Ég er sátt ég lofa ég er sátt!
Við erum náttúrulega búin að vera í sjokki í viku yfir verðlaginu á landinu og búin a hneykslast á því við hvern þann sem nennir að hlusta, eins og venjulega. En hins vegar fékk ég það mikið sjokk þegar ég ætlaði að fara í strætó að ég hringdi í æstum alla sem ég þekkti, til að hneykslast! Málið var að ég ætlaði að taka strætó heim úr vinnunni á þriðjudaginn, ég hafði tekið með mér 250 krónur um morguninn til að borga í strætó. Þegar ég hafði svo beðið eftir strætó í alltof langan tíma og fór uppí, spurði um verð og þegar maðurin sagði ,,280 krónur" horfði ég á hann með geðveikisaugunum mínum, með þanda nasavængi og sagði,mjög æst ,, já, nei takk fyrir ég held ég gangi þetta frekar en að borga svo mikið!" gekk út og heim. Tók mig allt of langan tíma þannig að ég fer á hjólinu núna og líkar það alveg svakalega vel.
Arney systir Sverris var að útskrifast sem stúdent í dag og óskum við henni innilega til hamingju með glæsilegan árangur!!!
Jæja vonandi nenni ég að blogga meira í næstu viku. Þetta er svona hægt og bítandi að komast í rútínu, ég þarf nefnilega að vakna klukkan 5.30 á morgnana en er þó búin klukkan 15.00 á daginn sem er ótrúlega mikilvægt fyrir mig. Ég get loksins lifað eðlilegu lífi með vinnu. Það er svo mikið að gera hjá okkur að ég mæti ekki klukkan 7.00 heldur klukkan annað hvort 6.00 eða 6.30, sem er svo sem í lagi, ég sef svo laust eftir klukkan 5 að ég held að ég þurfi ekkert á þeim svefni að halda. Ég bara fer að sofa um 21.30 á kvöldin, sem fer nett í taugarnar á Sverri, en svona er þetta bara, ef hann vill fá mig á daginn þá verður hann að sleppa mér á kvöldin.
Ég tók að mér smá aukavinnu í gær og var til klukkan 18.00 og þá var ég búin að gera sushi fyrir u.þ.b. 300 manns. Mér var frekar illt í fótunum en þetta tekur bara smá stund að venjast aftur, að standa svona allan daginn. Ég nefnilega fékk mér ekkert kaffi, það var svo mikið að gera. En það var mjög skemmtilegt samt sem áður. Ég fékk að sofa til 8.30 í morgun en þá þurftum við að fara að koma okkur í útskriftina og svo verð ég líklegast þunn á morgun, ´ég vona að ég geti nú sofið eitthvað á morgun.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ, ertu ekki á bílnum hennar mömmu?
Ég hélt að það stæði til að þú fengir að vera á honum.
Getur þú beðið Sverri að fara niður á stofu og opna teikningar, vista þær niður í Autocad 2004 og senda mér hann verður bara að hringja í mig þegar hann er tilbúinn að fara þangað, þá hringi ég í hann niður á stofu og leiðbeini honum. Ég get ekki opnað teikningarnar sem ég ætlaði að vinna í vegna þess að ég er með Autocad 2008 á stofunni, en í fartölvunni minni er ég með 2005 og þau forrit tala ekki saman.
Höfum það fínt hér á Flórída í sól og 35° hita. Æðislegur sjór og strönd. Veisla á hverju kvöldi.
Kveðja,
pabbi.
p.s.Knús til Heklu minnar.