miðvikudagur, júlí 11, 2007

bloggheimurinn á sumrin

já það er lítið að gerast í mínum bloggheimi, allir sem ég þekki, sem ég er vön að kíkja á blogið hjá eru greinlega í fríi og ég frekar löt við þetta.
Það er mjög einkennilegt að lifa ,,eðlilegu" lífi, þ.e.a.s. að vinna mína vinnu, sem ég elska, og lifa venjulegu, eðlilegu fjölskyldulífi. Þetta er svo skemmtilegt! Þið öll sem hafið alltaf gert þetta, þið bara gerið ykkur ekki grein fyrir því hvað þið eruð heppin! Það er æðislegt að vera búin í eftirmiðdaginn og geta þvegið þvott, eldað, talað við manninn minn og barnið mitt og eytt tíma með þeim. Yndislegt líf krakkar, yndislegt líf!
Ég er búin að vera svakalega dugleg síðustu daga, búin að fara út að skokka og í sund og hjóla út um allt, mjög skemmtilegt!
Um helgina förum við svo í alveg svakalega spennandi útilegu með Sigrúnu og Árna Þór og þeirra börnum í Landmannalaugar, ohhhh það verður svo gaman!
Jæja best að fara að gera eitthvað skemmtilegt.
Já það er sko skemmtilegt á Íslandi!

Engin ummæli: