miðvikudagur, júlí 18, 2007

að taka saman höndum

Já takk krakkar mínir, þetta var glæsilegt. Ég bið fólk um að mæta í hlaðborð og viti menn fólk mætir bara einn, tveir og þrír. Það voru 15 í gær en í dag, að sjálfsögðu eftir bloggið mitt, komu 85 manns. Hehe en mér fannst það reyndar soldið skrítið að ég þekkti engan?? hmmm.. en hvað um það, þetta var svaka fjör og skemmtilegt! Fiskurinn í dag var æði og verður á morgun líka.
Annars rúllaði ég mér einhvern veginn í sturtuna í gær og seti á mig maskarann í í háu hælana og byrjaði að bíða eftir ljósmyndaranum en viti menn enginn kom:( Maður var jú soldið súr en ekkert alvarlega þó. Það var víst einhver misskilningur þarna í gangi, ekki þó hjá mér ef þið haldið það,þannig að hann kom í dag og var að fara. Þá er þetta búið. Alltaf skemmtilegt að láta athyglissjúku Sigurrós skína....
Annars verður líklegast lítið um að vera næstu helgi hjá mér þar sem ég er búin að taka að mér smá aukavinnu, það er brúðkaup fyrir 50 manns á laugardaginn, það verður vonandi og líklegast skemmtilegt. Svo ætla ég að reyna að tékka á Brunchinum á Vox á sunnudaginn, það eru allir starfsmennirnir búnir að mæla svo svakalega með því að ég bara verð að prófa. Svo ætla ég líka að fara í hlaðborðið einu sinni áður en ég fer aftur heim til Mílanó.
demit er ekkert búin að spá í kvöldmat fyrir liðið, mér finnst nú reyndar að kallinn geti gert matinn í kvöld,hmmm..ha....

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Massa ertu dugleg stúlka!!!!
Gott tempó greinilega í Reykjavík, og ekki skortur á vinnu-verkefnunum. Glæsilegt að vera yfir Vox hádegishlaðborðinu, ég kæmi pottþétt ef það væri aðeins styttra að fara :-). Löf
Ace

cockurinn sagði...

hehe já verst að þú ert enn ekki komin með einkaþotuna ....

Alma sagði...

Sælar frúr :)
Glæsileg mynd af þér og girnlegar uppskriftir í Dv !
stendur þig eins og hetja

cockurinn sagði...

hehe takk takk:)