mánudagur, apríl 30, 2007

,,Prump eða vindlosun um endaþarm"

Sverrir kallar úr eldhúsinu : Sigurrós, ertu í aðhaldi?
ég: hmm... nei ekki í dag, allavegana

Sverrir kemur þá fram með íslenskan lakkrís og nutella.... mmmmm þvílík snilld!!!
Er að búa til eftirrétt í hausnum úr þessum unaði!

En þá um kvöldið tók við einstaklega skemmtileg keppni milli okkar hjónanna, jú maður verður að skemmta sér við eitthvað. Keppnin ssnerist um hvor væri með verri prumpufýlu, því prumpukeppnin fór út í öfgar.
Mæli eindregið með þessu.

sunnudagur, apríl 29, 2007

Lífið að komast í .....tja í hvað?

Þá eru allir gestir farnir og við sitjum ein eftir í kotinu og horfum eimdarlega á hvort annað með spurn í augum ,,hvað eigum við að gera af okkur núna?"
Þannig að ég sendi drenginn út í garð að leika við Heklu og svo rak ég hann heim til að elda handa mér egg og beikon. Úps átti ég ekki að vera í megrun annars?? Jú og ég keypti mér hinn mesta viðbjóð í náttúru verslun hér í borg og kostaði mikið! All bran eitthvað en það vantaði allar kaloríur í það og jú allt bragð fyrir utan viðbjóðsbragðið. Hvílík refsing að vilja mat með bragði! Ég skil ekki hvers vegna mér finnst allt í þessum náttúrubúðum vera svona hrikalega girnilegt! Ég vil kaupa allt þarna inni en svo þegar ég smakka það er það ógeð á bragðið, fúlt!
Við ætluðum að fara á ströndina í dag þar sem það er frídagur í dag og á morgun en þá var spáð rigningu í fyrsta skipti í 3 vikur, frábært! Þannig að við förum þá bara í garðinn hér við hliðinná og förum í sólbað, þar sem það kom víst sól, úps langar ekkert að slengja hinum langa og stóra ..... hans Sverris í andlitið á þessum veðurfræðingum. Ég er voðalega crude eitthvað núna, held að ég sé búin að eyða of miklum tíma með manninum mínum, og Írum sem tala um lítið annað en arse og shæt og fleira í þessum dúr. Ég hef bara smitast af þeim, þetta leynist ekki inní mér ónei. Sigurrós crude hefur legið sofandi í langan tíma en hin brjóstgóða Margaret vakti eitthvað lítið dýr upp af löngum svefni, en ég býst við að hún sofni á ný eftir nokkra daga.
Enn ekkert vatn á heimilinu, shit þið ættuð að sjá þvottafjallið sem hefur myndast í óhreinatauinu, ekki gaman!
Já það er gaman að þessu ha,,hmm...

fimmtudagur, apríl 26, 2007

Það er allt að verða vitlaust

Þessa vikuna eru hjá okkur í heimsókn þau Margaret og Vivian kærasti hennar, jú ég hugsaði þetta líka ,er þetta ekki kvenmansnafn' og vissi því ekki á hverju ég átti von þegar ég fór að sækja þau á flugvöllinn, hvort hún hefði líka snúist, en út kom hinn írskasti maður sem ég hef séð lengi. Það er spurning hvort börnin þeirra verði rauðhærð með freknur. Fyrir þá sem ekki vita þá er Margaret vinkona mín sem ég kynntist þegar ég var í háskóla í Edinborg. Hún er írsk, rauðhærð(með litað ljóst þessa dagana)og freknur, yndisleg stelpa og kærasti hennar er mjög rauðhærður mjög hvítur og með freknur. Ég er að segja ykkur frá útliti þeirra þar sem ég vildi segja ykkur frá því að við skelltum okkur á ströndina í fyrradag(frídagur hér á Ítalíu), við vorum öll að maka á okkur sólarvörn nr.8, ekki mjög gáfulegt því að eftir daginn vorum við(mest þau þó)eins og fjórir gangandi humrar! En þetta var þó mjög skemmtilegur dagur.
Daginn áður höfðum við verið í bænum með þeim að chilla og túristast og þykjast vera gædar og svona, nema hvað að þá er hringt í Sverri, Sverrir verður einstaklega skrítinn í framan og ég fæ nettan panikhnút í magan. Þá kemur í ljós að í símanum var Paolo(leigusalinn okkar)og sagði Sverri að það væri rigning í geymslunni fyrir neðan baðherbergið okkar, skemmtilegt það. Við brunum heim, en þá kemur í ljós sem betur fer að það var ekki allt á floti í íbúðinni heldur hafði farið pípa undir baðkarinu og olli hún þessari rigningu. Þarna var kominn múrari og hann sagði okkur einnig að hann hafi þurft að skrúfa fyrir allt vatn og að hann væri á leiðinni í frí og kæmist ekki aftur að laga þetta fyrr en eftir viku! Niðurstaðan: við án vatns í viku! Sem betur fer voru Margaret og Viv að fara hvort eð var á hótel og myndu vera þar restina af vikunni en þetta er samt helvíti súrt. Reynið að taka eftir því hvað þið notið mikið af vatni á einni viku! Ég get ekki vaskað upp, þvegið þvott,sturtað né baðað né heldur burstað tennur(normally), það eina sem virkað, guði sé lof, er klósettið!
Húsvörðurinn kom því reyndar í gegn að við fáum að nota sturtuna á skrifstofu leigusalans, mjög þægilegt.
En ég ætla að líta á björtu hliðarnar á þessu máli og það er að þá kannski loksins taka þau burt þetta viðbjóðslega baðkar og setja eitthvað nýtt í staðinn.
Annars erum við búin að vera að túristast ansi mikið síðustu daga og skemmta okkur frábærlega.
Ég var að heyra veðurspánna um næstu mánuði og það á víst að vera 40°C hiti í júní og allar ár eru að þorna upp þannig að rafmagn á eftir að vera erfitt að fá. Hlakka mikið til.
Gróðurhúsaáhrifin eru að kikka inn núna, ekki eftir 50 ár!

mánudagur, apríl 23, 2007

Aðgát skal höfð í nærveru sálar

Hljómaði það ekki einhvern veginn svona annars?

Byrjum þó á byrjuninni og ég kem að fyrirsögninni á eftir.

Ég var mjög önnum kafin þessa helgi og fannst mér það sko ekki leiðinlegt!
Á föstudaginn fórum við í appiritivo með Íslendingunum hér og fórum á skemmtilegan stað nálægt Naviglio. Við sátum að sumbli til klukkan eitt og Hekla eins og lítið ljós sofnaði bara í sófanum sem við sátum í. Það er eins gott að maður geri þetta ekki oft, ætli fólki fyndist það ekki kannski aðeins of mikið. En eins og staðan er í dag hjá okkur þá er þetta svona og verður þar til við komum heim og getum auðveldlega fengið pössun, so get over it!
En við skemmtum okkur ekkert smá vel.
Laugardagurinn byrjaði snemma hjá mér þar sem ég var búin að samþykkja að búa til sushi handa Beatrice, dóttur Jole og Piero. Ég fór snemma að ná í fiskinn með Jole og svo var byrjað að þvo og sjóða hrísgrjón, rúlla, búa til salöt og svo framvegis. Þetta hjálpaði Sverrir mér við að gera, þannig að við vorum þarna litla fjölskyldan hjá Jole og Piero allan liðlangan daginn, eða til klukkan 17:30. Þegar við vorum búin að gera gómsætt sushi fórum við beint heim að taka okkur til fyrir kvöldið, þar sem við vorum að fara út að borða með hóp af Íslendingum sem voru hér fyrir hina árlegu,risastóru húsgagnasýningu. Við náðum að fara líka með Heklu í millitíðinni til Báru og Telmu sem pössuðu hana fyrir okkur þá um kvöldið. Við fórum á stað sem heitir El Brellin, alveg hreint ágætisstaður. Fín þjónusta, maturinn góður, hefðbundinn en góður og staðurinn einstaklega huggulegur. Það voru allir mjög ánægðir með kvöldið og ég valdi greinilega mjög vel fyrir þennan hóp. Algjört success.... segðuaaaahh...aahh...
Á sunnudeginum fórum við svo á þessa húsgagnasýningu og vorum að labba allan daginn. þannig að þegar við vöknuðum í morgun var lítil orka í kroppnum, vægast sagt. En ég píndi mig á fætur og í skólann.
Þá kem ég að fyrirsögninni....
Í skólanum í morgun gekk allt eins og venjulega, nema hvað rétt í endann á tímanum vorum við að lesa grein í dagblaðinu í dag, ekkert athugavert við það svo sem nema hvað að kennarinn okkar var einstaklega pirruð á Japönunum og Víetnömsku stúlkunni því að þau eru ekki eins góð og við þrjár(en að sjálfsögðu vegna þess að þau þurfa að leggja helmingi harðar að sér en við hin!) Nema hvað að annar Japaninn er svo sem alveg jafn góð og við hún er bara mjög feimin og panikar nett þegar hún á að lesa eða svara. Allavegana.... kennarinn fór eitthvað að pirra sig út í hana út af því að hún gat ekki svarað einni spurningu og var svolítið lengi að því, nema hvað að stelpan fer alveg í mínus og byrjar að gráta, nett mikið samt. Við förum alveg í kerfi og spyrjum hvers vegna hún sé að gráta, þá var það vegna þess að henni fannst hún ekki skilja greinina og að kennarinn væri að snappa á hana útaf því. Ég var henni fullkomlega sammála að kennarinn hefði ekki átt að bregðast svona við. Nema hvað að þá tekur kennarinn nett ennþá meira kast og fer að segja að þau(Japanirnir og Víetnaminn)hafi valið sér að vera á svona háu stigi og að þau verði þá bara að bíta í það súra að þurfa að vinna meira og að þau séu verri heldur en við og allt þar fram eftir götunum. Þetta fannst mér einstaklega mikill óþarfi hjá kennaranum og mjög illa gert þar sem stelpan hágrét við hliðiná mér. Svo var kennarinn alltaf að tönnlast á því að hún þurfi ekkert að fara að grenja vegna þess að hún skilji ekki einhverja grein í blaðinu, beisiklí að segja henni að hún sé algjör aumingi sem getur ekki neitt! Ohhh ég varð svo reið að ég var orðin rauð í framan og eyrun voru að brenna af mér, ég var að reyna að standa með henni og verja hana, en kennarinn sá ekki af sér þrátt fyrir það.
ohhh ég er eiginlega ennþá reið útí hana!

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Kunna dagar að fljúga?

Já dagarnir eru verulega farnir að fljúga framhjá manni. Ég virðist einhvern veginn vera svo upptekin á hverjum degi að maður bara hefur ekki krafta í að bæði læra og blogga á kvöldin. En nú fann ég nokkrar mínutur aflögu og ákvað að létta aðeins af mér svo að greyið eiginmaður minn þurfi ekki að fá munnræpuna á eftir þegar hann kemur heim.
Ég fór í dag rétt um eitt leytið að reyna að klára að útrétta nokkra hluti. Þetta þýddi að ég þurfti að fara með metróinu niður í bæ og labba heillanga leið að fyrsta staðnum og viti menn,verslunin tekur sér siestu(ekkert svo pirruð)því næst labbaði ég á næsta stað sem var ekki styttra, lengra ef eitthvað er og jú viti menn stofnunin tekur sér siestu líka! Ég var orðin svo rosalega pirruð á þessum tímapunkti og ástæðurnar, jú Siesta er FÁRÁNLEGUR siður! Hann er ofurgamall og passar engan veginn inní það nútímasamfélag sem Milano stærir sig af því að hafa! Ég var líka að byrja á túr, var svöng og allt of mikið klædd fyrir þennan 25°C hita og sól sem er í gangi þetta vorið!
Þannig að ég náði ekki að klára neitt og var búin að eyða allt of löngum tíma í þetta!
Þá var bara kominn tími á að sækja Heklu úr leikskólanum. Ég var eitthvað voðalega vinsæl á leikvellinum í dag, hjá mömmunum. Ég settist á bekk og strax kom ein mamma og við spjölluðum aðeins, eftir nokkrar mínútur kom önnur og við spjölluðum aðeins þá kom að hin þriðja, með gullband um sig miðja, þar rauður loginn brann.....
Þannig að ég þurfti svo sannarlega að hafa mig alla við að tala og skilja á ítölsku, mamma mía það tók vel á að hlusta á hraðmæltar ítalskar mömmur, en allt fór vel og ég bara talaði og talaði og malaði og malaði.....
Mjög skemmtilegt. Ég get svarið það, það er mjög langt síðan ég hef séð Heklu svona ánægða eins og hún er þessa dagana. Hún er greinilega farin að tala og skilja ítölskuna mun betur því að hana hlakkar svo til að fara í leikskólann og um daginn þá kom ég of snemma að sækja hana og hún vildi ekki koma með mér heim fyrr en hún var búin með rútínuna sína, þessi elska.
Nú er húsgagna-og ljósa sýningin stóra byrjuð og borgin er troðfull af túristum, eða öllu heldur stórum túristahópum. Lestarnar eru troðfullar á öllum tímum dagsins og fæstir þar tala ítölsku, það er nú reyndar svoldið skemmtilegt að heyra eitthvað annað tungumál en ítölskuna svona endrum og eins. Sverrir er líka að skoða eitthvað frá morgni til kvölds og mun líklegast koma heim dauður í fótunum á eftir. Hann fór vel undirbúinn í þetta skiptið með flugfreyjutösku og í hlaupaskóm!
Ég(við) er að fara með hóp af Íslendingum á laugardaginn út að borða, ég fann fyrir þau stað og pantaði fyrir þau borð og svo fer ég með þeim til að ,sýna þeim og kenna' eins og hún komst að orði. Ég er reyndar nett fegin að ég er boðin með þar sem það getur verið nokkur kúnst að fara hér út að borða, maður getur farið út af staðnum ansi niðurlútur ef maður hefur ekki pantað rétt, eða eins og við viljum hafa matinn okkar. En ég hef fundið bestu leiðina til þess að vera ánægður með matinn sem maður fær og hvernig maður á að panta og svo videre og líka þarf maður að vanda valið á veitingastöðunum hér. Hér í Mílanó eru ógrynnin öll af veitingahúsum og er aðeins hluti sem er eitthvað varið í(eins og alltaf að sjálfsögðu)en í þessu tilfelli eru réttirnir svo svipaðir og staðirnir líka þannig að það er reglulega erfitt að vinsa úr þá góðu. En ég tel mig vera vel valda manneskju í starfið og því vona ég svo sannarlega að við förum öll út af veitingastaðnum á laugardaginn södd og sæl.
Nú þarf ég að fara út á lestarstöð að sækja Þórdísi systur Gumma, mágs míns, en hú ætlar að gista hjá okkur í nótt.
Lifið heil.
P.s. get ekki hætt að fá mér eitt rautt/hvítt, bara sorry no can do! Er hins vegar hætt í hveitinu og það er mjög gott mér líður mjög vel, svo létt á fæti;)

sunnudagur, apríl 15, 2007

grillfílíngur á háu stigi

Sólin skín og hitinn er kominn í 25°C og maður er í svakalegum grillfíling en þar sem maður hefur heyrt að það sé bannað að grilla í Mílanó ætti maður ekkert að vera að því.
Við erum búin að liggja úti í garði í allan dag(fyrir utan heitasta tímann frá 12-15, alltof heitt)og Hekla gat leikið sér frjáls og við lásum, Sverrir lærði og ég las ítalska bók. Það var alveg pakkað af fólki og hér fyrir utan húsið hjá okkur er eins og það sé brúðkaup einhvers staðar þar sem það eru bílum lagt út um allt. Þetta er einn vinsælasti garður Mílanó greinilega. Ég er ekki frá því en að maður sé bara kominn með smá lit.
Ég er samt svoooo svöööng ég er að drepast, ég er búin að borða: Weetabix, salat með túnfisk,ólífum,furuhnetum og mozzarella light, 1 peru, 1 epli og fullt af vatni, er samt að drepast úr hungri og ég þoli það ekki, fer þessi magi ekki að minnka! Hvað tekur það magann langan tíma að minnka haldið þið???
Byrja að skokka á morgun en þvílíkur munur á maganum á mér bara eftir að sleppa brauði og pasta í 3 daga, það er bara eins og ég hafi hætt á túr ( var samt ekki á túr ;))
Spurning beint til Kötu, Kristínar og Ásu: megið þið borða spelt pasta eða hrökkbrauð???? Þessi kúr ykkar finnst mér nefnilega mjög spennandi, er byrjuð að reyna en ég held að ég geti ekki hætt að drekka vín né heldur hætt í ostunum en ég ætla samt að reyna að skipta yfir í kinda og geitaost sem er reyndar mjög góður og ætla að minnka kannski aðeins alkóhólið, sjáum hvernig gengur, kannski gengur nógu vel til að hætta því líka í nokkra mánuði, aldrei að vita.

föstudagur, apríl 13, 2007

Bloggþreyta/tímaleysi, sambland ???spurning

ohhh hvað þetta er búin að vera hrikalega ljúf vika.
Ása vinkona kom í heimsókn og var hjá okkur í viku, þetta var alveg hreint frábær tími, við átum,drukkum og nutum lystisemda lífsins í heila 7 daga, hreint unaðslegt! Við fórum upp að Gardavatni í 3 daga yfir páskana, þar fengum við lánað sumarhús Jole og Piero. Það var hreint ótrúlega nice, fórum í bíltúr upp með vatninu og fórum í siglingu að kastala eða frekar virki kannski þarna rétt hjá sem heitir Sirmione, mjög fallegur en kannski aðeins of mikið af túristum. Við fórum svo í bæ rétt hjá húsinu og keyptum bestu olíu í heimi, aðeins 5 lítra af henni, hehe, svo keyptum við líka vín og bjór sem er líka búið til þarna á svæðinu. Get ekki beðið eftir að fara að drekka það.
En svo fór Ása heim til sín til London og eins og Hekla komst svo skemmtilega að orði morguninn eftir ,,Æi er Ása faaarin, ohh hún var svo skemmtileg og það var svo gaman að hafa hana"
Hitinn hér hækkar með hverjum deginum og nú er maður bara búinn að ná í viftuna uppá háaloft, sængin er farin að pirra mann á nóttunni, moskítóflugufælan er í gangi, alltaf og maður er kominn í matarátak til að komast í bikiníið.
ÉG ER SVOOOO SVÖÖÖÖÖNG!!!
Já nú er það bara salat, ávextir og grænmeti!!! Ætla að reyna að hætta að borða hveiti, allavegana hvítt hveiti, mjólkurvörur held ég í lágmarki(sem þýðir að ég get ekki hætt að borða góða osta) en hins vegar ætla ég að hætta að borða venjulegan ost þar sem hann er frekar óþarfur en alltof fitandi. Ég ætla líka að draga Sverri með mér út að skokka. já svona verður þetta þangað til við komum heim, magnað stuð!
Það er verið að bögga mann þessa dagana með einhverju 10 ára útskriftarafmæli MR, ég vil ekkert vita af svona löguðu, er ekki nóg að verða þrítugur! Á líka að gera mann ennþá þuglyndari af þessu. En að öllu gamni slepptu þá væri ég alveg til í að fara og hitta alla aftur en því miður þá verðum við ennþá hér á Ítalíu.
jæja nóg um mig ég ætla að reyna að koma saman einhvers konar myndaseríu af síðustu viku og setja inná síðuna, nema hvað að Photoshop hefur gefið mig uppá bátinn þar sem ég keypti ekki eitthvað af þeim á hverju ári, þannig að ég þarf víst að koma mér eitthvert annað.

fimmtudagur, apríl 05, 2007

Gleðilega páska!!!

Bara láta vita að við verðum við Gardavatn í sumarbústað um páskana með Ásu vinkonu;-)
Ekki leiðinlegt það, ha.

Gleðilega páska allir saman!

þriðjudagur, apríl 03, 2007

sunnudagur, apríl 01, 2007

Atvinnuviðtal

Já ég fór í atvinnuviðtal í morgun á einum af flottustu stöðunum hér í borg, þó svo að þeir séu ekki með Michelin stjörnu þá eru þeir með mjög góða umsögn í gædinum og eru fokdýrir! Hann hringdi í mig á laugardagsmorgunin og sagðist hafa séð umsóknina mína frá því í fyrra, hvort ég væri í vinnu núna og hvort ég hefði áhuga á að vinna hjá þeim. Ég fór svo í viðtalið í morgun og gekk það mjög vel fyrir utan þá staðreynd að ég get ekki unnið fyrir þá, þannig að það var ég sem neitaði draumavinnunni minni, ég get sagt ykkur það þetta var svoooo hrikalega depressing að það hálfa! Hvenær hefur manni verið boðin draumavinnan og maður þarf að hafna henni? Vinnutíminn hjá þeim er meira að segja verri en á Joia, þeir vinna frá 8.00 til 15.30/16.00 og svo frá 18.00 til 00.00/01.00. En hins vegar borga þeir miklu betur þarna eða heilar €1000 á mánuði eða 88.000 ísl.kr. Þetta er einstaklega heilbrigt ekki satt?! Hann reyndar bætti því við að þeir væru að fara að breyta eldhúsinu hjá sér og ef hann fyndi handa mér starf með rétta tímanum þá væri ég fyrsta manneskjan sem hann myndi hringja í. Gott að heyra, þá greinilega leist honum vel á mig.
Ég var svo súr eftir þetta að ég reyndi að fara í HogM til að lyfta mér upp en allt kom fyrir ekki, ég fór inní mátunarklefann með 10 flíkur en keypti ekki neina af þeim, á heldur ekki bót fyrir fokking boruna á mér. kannski eins gott að mér fannst ég vera alltof feit í þessu öllu saman. Gerir það vonandi að verkum að ég fer út að skokka á morgun.
En nóg af mér ég hef nefnilega miklar fréttir að færa og þær eru sko ánægjulegar!
Hekla er byrjuð að hjóla án hjálpardekkja!!!!!
Við fórum í gær í almenningsgarðinn okkar með hjól,hlaupahjól og bolta. Hekla var nú ekki á því að fara að læra að hjóla, fannst það heldur leiðinleg tilhugsun. En loks gátum við sannfært hana. Sverrir hljóp með henni fram og til baka vel sveittur(ég er með tognaðan úlnlið, gat ekki haldið í hana) svo loks kom þetta bara hjá henni og þá var sko ekki hægt að hætta bara, heldur héldum við áfram að æfa. Þetta var svakalega skemmtilegt!
Hekla er heima í dag þar sem hún var með í gær og fyrradag mjög mikinn gröft í augunum og okkur grunaði að hún væri með sýkingu ,svo þegar hún vaknaði í morgun þurfti Sverrir að þvo augun til að hún gæti opnað þau, skemmtilegt ha!
Fórum í mat til Jole og Piero í gær, mjög gaman og það var fiskiþema hjá henni og það var allt alveg svakalega gott á bragðið. Kræklingur í brauðraspi sett aftur í skeljarnar, fiskifrikadellur með osti inní, svakalega góðar ætla að fá uppskriftina af þeim, spaghetti alla vongole mmm.. slær alltaf í gegn og svo ofnbakaður fiskur, italiano sem þýðir með salti og olíu án nokkurs meðlætis, en það var svakalega gott þrátt fyrir það.
Þegar maður gengur um borgina núna liggur graslykt yfir allt, þ.e. nýslegið gras lykt ekki hitt grasið. mmm.. það er sko vor í lofti hér.