sunnudagur, apríl 01, 2007

Atvinnuviðtal

Já ég fór í atvinnuviðtal í morgun á einum af flottustu stöðunum hér í borg, þó svo að þeir séu ekki með Michelin stjörnu þá eru þeir með mjög góða umsögn í gædinum og eru fokdýrir! Hann hringdi í mig á laugardagsmorgunin og sagðist hafa séð umsóknina mína frá því í fyrra, hvort ég væri í vinnu núna og hvort ég hefði áhuga á að vinna hjá þeim. Ég fór svo í viðtalið í morgun og gekk það mjög vel fyrir utan þá staðreynd að ég get ekki unnið fyrir þá, þannig að það var ég sem neitaði draumavinnunni minni, ég get sagt ykkur það þetta var svoooo hrikalega depressing að það hálfa! Hvenær hefur manni verið boðin draumavinnan og maður þarf að hafna henni? Vinnutíminn hjá þeim er meira að segja verri en á Joia, þeir vinna frá 8.00 til 15.30/16.00 og svo frá 18.00 til 00.00/01.00. En hins vegar borga þeir miklu betur þarna eða heilar €1000 á mánuði eða 88.000 ísl.kr. Þetta er einstaklega heilbrigt ekki satt?! Hann reyndar bætti því við að þeir væru að fara að breyta eldhúsinu hjá sér og ef hann fyndi handa mér starf með rétta tímanum þá væri ég fyrsta manneskjan sem hann myndi hringja í. Gott að heyra, þá greinilega leist honum vel á mig.
Ég var svo súr eftir þetta að ég reyndi að fara í HogM til að lyfta mér upp en allt kom fyrir ekki, ég fór inní mátunarklefann með 10 flíkur en keypti ekki neina af þeim, á heldur ekki bót fyrir fokking boruna á mér. kannski eins gott að mér fannst ég vera alltof feit í þessu öllu saman. Gerir það vonandi að verkum að ég fer út að skokka á morgun.
En nóg af mér ég hef nefnilega miklar fréttir að færa og þær eru sko ánægjulegar!
Hekla er byrjuð að hjóla án hjálpardekkja!!!!!
Við fórum í gær í almenningsgarðinn okkar með hjól,hlaupahjól og bolta. Hekla var nú ekki á því að fara að læra að hjóla, fannst það heldur leiðinleg tilhugsun. En loks gátum við sannfært hana. Sverrir hljóp með henni fram og til baka vel sveittur(ég er með tognaðan úlnlið, gat ekki haldið í hana) svo loks kom þetta bara hjá henni og þá var sko ekki hægt að hætta bara, heldur héldum við áfram að æfa. Þetta var svakalega skemmtilegt!
Hekla er heima í dag þar sem hún var með í gær og fyrradag mjög mikinn gröft í augunum og okkur grunaði að hún væri með sýkingu ,svo þegar hún vaknaði í morgun þurfti Sverrir að þvo augun til að hún gæti opnað þau, skemmtilegt ha!
Fórum í mat til Jole og Piero í gær, mjög gaman og það var fiskiþema hjá henni og það var allt alveg svakalega gott á bragðið. Kræklingur í brauðraspi sett aftur í skeljarnar, fiskifrikadellur með osti inní, svakalega góðar ætla að fá uppskriftina af þeim, spaghetti alla vongole mmm.. slær alltaf í gegn og svo ofnbakaður fiskur, italiano sem þýðir með salti og olíu án nokkurs meðlætis, en það var svakalega gott þrátt fyrir það.
Þegar maður gengur um borgina núna liggur graslykt yfir allt, þ.e. nýslegið gras lykt ekki hitt grasið. mmm.. það er sko vor í lofti hér.

2 ummæli:

Ólöf sagði...

frábært með heklu. Ekki frábært með þig, svoldið súrt. En það kemur eitthvað annað miklu betra, þannig er það yfirleitt. Ef maður gefst ekki upp þ.e.a.s.

cockurinn sagði...

já við skulum vona það. Ég gefst ekki upp, lofa því!