Þessa vikuna eru hjá okkur í heimsókn þau Margaret og Vivian kærasti hennar, jú ég hugsaði þetta líka ,er þetta ekki kvenmansnafn' og vissi því ekki á hverju ég átti von þegar ég fór að sækja þau á flugvöllinn, hvort hún hefði líka snúist, en út kom hinn írskasti maður sem ég hef séð lengi. Það er spurning hvort börnin þeirra verði rauðhærð með freknur. Fyrir þá sem ekki vita þá er Margaret vinkona mín sem ég kynntist þegar ég var í háskóla í Edinborg. Hún er írsk, rauðhærð(með litað ljóst þessa dagana)og freknur, yndisleg stelpa og kærasti hennar er mjög rauðhærður mjög hvítur og með freknur. Ég er að segja ykkur frá útliti þeirra þar sem ég vildi segja ykkur frá því að við skelltum okkur á ströndina í fyrradag(frídagur hér á Ítalíu), við vorum öll að maka á okkur sólarvörn nr.8, ekki mjög gáfulegt því að eftir daginn vorum við(mest þau þó)eins og fjórir gangandi humrar! En þetta var þó mjög skemmtilegur dagur.
Daginn áður höfðum við verið í bænum með þeim að chilla og túristast og þykjast vera gædar og svona, nema hvað að þá er hringt í Sverri, Sverrir verður einstaklega skrítinn í framan og ég fæ nettan panikhnút í magan. Þá kemur í ljós að í símanum var Paolo(leigusalinn okkar)og sagði Sverri að það væri rigning í geymslunni fyrir neðan baðherbergið okkar, skemmtilegt það. Við brunum heim, en þá kemur í ljós sem betur fer að það var ekki allt á floti í íbúðinni heldur hafði farið pípa undir baðkarinu og olli hún þessari rigningu. Þarna var kominn múrari og hann sagði okkur einnig að hann hafi þurft að skrúfa fyrir allt vatn og að hann væri á leiðinni í frí og kæmist ekki aftur að laga þetta fyrr en eftir viku! Niðurstaðan: við án vatns í viku! Sem betur fer voru Margaret og Viv að fara hvort eð var á hótel og myndu vera þar restina af vikunni en þetta er samt helvíti súrt. Reynið að taka eftir því hvað þið notið mikið af vatni á einni viku! Ég get ekki vaskað upp, þvegið þvott,sturtað né baðað né heldur burstað tennur(normally), það eina sem virkað, guði sé lof, er klósettið!
Húsvörðurinn kom því reyndar í gegn að við fáum að nota sturtuna á skrifstofu leigusalans, mjög þægilegt.
En ég ætla að líta á björtu hliðarnar á þessu máli og það er að þá kannski loksins taka þau burt þetta viðbjóðslega baðkar og setja eitthvað nýtt í staðinn.
Annars erum við búin að vera að túristast ansi mikið síðustu daga og skemmta okkur frábærlega.
Ég var að heyra veðurspánna um næstu mánuði og það á víst að vera 40°C hiti í júní og allar ár eru að þorna upp þannig að rafmagn á eftir að vera erfitt að fá. Hlakka mikið til.
Gróðurhúsaáhrifin eru að kikka inn núna, ekki eftir 50 ár!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
sjúkket með klósettið, haha annars hefðuð þið þurft að fara að búa til áburð!
híhíhí já það hefði verið afar áhugavert!!!
Skrifa ummæli