fimmtudagur, apríl 19, 2007

Kunna dagar að fljúga?

Já dagarnir eru verulega farnir að fljúga framhjá manni. Ég virðist einhvern veginn vera svo upptekin á hverjum degi að maður bara hefur ekki krafta í að bæði læra og blogga á kvöldin. En nú fann ég nokkrar mínutur aflögu og ákvað að létta aðeins af mér svo að greyið eiginmaður minn þurfi ekki að fá munnræpuna á eftir þegar hann kemur heim.
Ég fór í dag rétt um eitt leytið að reyna að klára að útrétta nokkra hluti. Þetta þýddi að ég þurfti að fara með metróinu niður í bæ og labba heillanga leið að fyrsta staðnum og viti menn,verslunin tekur sér siestu(ekkert svo pirruð)því næst labbaði ég á næsta stað sem var ekki styttra, lengra ef eitthvað er og jú viti menn stofnunin tekur sér siestu líka! Ég var orðin svo rosalega pirruð á þessum tímapunkti og ástæðurnar, jú Siesta er FÁRÁNLEGUR siður! Hann er ofurgamall og passar engan veginn inní það nútímasamfélag sem Milano stærir sig af því að hafa! Ég var líka að byrja á túr, var svöng og allt of mikið klædd fyrir þennan 25°C hita og sól sem er í gangi þetta vorið!
Þannig að ég náði ekki að klára neitt og var búin að eyða allt of löngum tíma í þetta!
Þá var bara kominn tími á að sækja Heklu úr leikskólanum. Ég var eitthvað voðalega vinsæl á leikvellinum í dag, hjá mömmunum. Ég settist á bekk og strax kom ein mamma og við spjölluðum aðeins, eftir nokkrar mínútur kom önnur og við spjölluðum aðeins þá kom að hin þriðja, með gullband um sig miðja, þar rauður loginn brann.....
Þannig að ég þurfti svo sannarlega að hafa mig alla við að tala og skilja á ítölsku, mamma mía það tók vel á að hlusta á hraðmæltar ítalskar mömmur, en allt fór vel og ég bara talaði og talaði og malaði og malaði.....
Mjög skemmtilegt. Ég get svarið það, það er mjög langt síðan ég hef séð Heklu svona ánægða eins og hún er þessa dagana. Hún er greinilega farin að tala og skilja ítölskuna mun betur því að hana hlakkar svo til að fara í leikskólann og um daginn þá kom ég of snemma að sækja hana og hún vildi ekki koma með mér heim fyrr en hún var búin með rútínuna sína, þessi elska.
Nú er húsgagna-og ljósa sýningin stóra byrjuð og borgin er troðfull af túristum, eða öllu heldur stórum túristahópum. Lestarnar eru troðfullar á öllum tímum dagsins og fæstir þar tala ítölsku, það er nú reyndar svoldið skemmtilegt að heyra eitthvað annað tungumál en ítölskuna svona endrum og eins. Sverrir er líka að skoða eitthvað frá morgni til kvölds og mun líklegast koma heim dauður í fótunum á eftir. Hann fór vel undirbúinn í þetta skiptið með flugfreyjutösku og í hlaupaskóm!
Ég(við) er að fara með hóp af Íslendingum á laugardaginn út að borða, ég fann fyrir þau stað og pantaði fyrir þau borð og svo fer ég með þeim til að ,sýna þeim og kenna' eins og hún komst að orði. Ég er reyndar nett fegin að ég er boðin með þar sem það getur verið nokkur kúnst að fara hér út að borða, maður getur farið út af staðnum ansi niðurlútur ef maður hefur ekki pantað rétt, eða eins og við viljum hafa matinn okkar. En ég hef fundið bestu leiðina til þess að vera ánægður með matinn sem maður fær og hvernig maður á að panta og svo videre og líka þarf maður að vanda valið á veitingastöðunum hér. Hér í Mílanó eru ógrynnin öll af veitingahúsum og er aðeins hluti sem er eitthvað varið í(eins og alltaf að sjálfsögðu)en í þessu tilfelli eru réttirnir svo svipaðir og staðirnir líka þannig að það er reglulega erfitt að vinsa úr þá góðu. En ég tel mig vera vel valda manneskju í starfið og því vona ég svo sannarlega að við förum öll út af veitingastaðnum á laugardaginn södd og sæl.
Nú þarf ég að fara út á lestarstöð að sækja Þórdísi systur Gumma, mágs míns, en hú ætlar að gista hjá okkur í nótt.
Lifið heil.
P.s. get ekki hætt að fá mér eitt rautt/hvítt, bara sorry no can do! Er hins vegar hætt í hveitinu og það er mjög gott mér líður mjög vel, svo létt á fæti;)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohhh hvað ég væri til í að fá þig til að þræða veitingastaði í Mílanó með mér. nammi nammi nammi. kyss til ykkar allra
Sigrún

cockurinn sagði...

sömuleiðis, ha! Á ekkert að fara að koma í heimsókn???

Nafnlaus sagði...

veistu um einhvern góðan stað í london, þú sæti sælkeri?

Nafnlaus sagði...

Ég er alltaf að hugsa um það. Henda bara börnunum ofan í tösku og taka næstu vél til Milanó. Það er efst á óskalistanum mínum,,,,, kysssss
Sigrún

cockurinn sagði...

tja..hvernig stað ertu að leita að? ;)