Þá eru allir gestir farnir og við sitjum ein eftir í kotinu og horfum eimdarlega á hvort annað með spurn í augum ,,hvað eigum við að gera af okkur núna?"
Þannig að ég sendi drenginn út í garð að leika við Heklu og svo rak ég hann heim til að elda handa mér egg og beikon. Úps átti ég ekki að vera í megrun annars?? Jú og ég keypti mér hinn mesta viðbjóð í náttúru verslun hér í borg og kostaði mikið! All bran eitthvað en það vantaði allar kaloríur í það og jú allt bragð fyrir utan viðbjóðsbragðið. Hvílík refsing að vilja mat með bragði! Ég skil ekki hvers vegna mér finnst allt í þessum náttúrubúðum vera svona hrikalega girnilegt! Ég vil kaupa allt þarna inni en svo þegar ég smakka það er það ógeð á bragðið, fúlt!
Við ætluðum að fara á ströndina í dag þar sem það er frídagur í dag og á morgun en þá var spáð rigningu í fyrsta skipti í 3 vikur, frábært! Þannig að við förum þá bara í garðinn hér við hliðinná og förum í sólbað, þar sem það kom víst sól, úps langar ekkert að slengja hinum langa og stóra ..... hans Sverris í andlitið á þessum veðurfræðingum. Ég er voðalega crude eitthvað núna, held að ég sé búin að eyða of miklum tíma með manninum mínum, og Írum sem tala um lítið annað en arse og shæt og fleira í þessum dúr. Ég hef bara smitast af þeim, þetta leynist ekki inní mér ónei. Sigurrós crude hefur legið sofandi í langan tíma en hin brjóstgóða Margaret vakti eitthvað lítið dýr upp af löngum svefni, en ég býst við að hún sofni á ný eftir nokkra daga.
Enn ekkert vatn á heimilinu, shit þið ættuð að sjá þvottafjallið sem hefur myndast í óhreinatauinu, ekki gaman!
Já það er gaman að þessu ha,,hmm...
sunnudagur, apríl 29, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
úff, er ekkert möntvask? En líst annars bara vel á dónaskapinn í þér, hehe. Í sambandi við megrunina þá áttu held ég bara að borða það sem þú vilt en hreyfa þig í staðin. Ég var að heyra um rannsókn sem var gerð í Svíþjóð um konur og feitaostaát og þær konur sem borðuðu feita osta og mjólkurvörur voru grennri en þær sem borðuðu léttvörurnar. Júhú mér finnst ostur ekki vondur og hef alltaf borðað mjög feita osta, því feitari því betri ehaggi? Ég er alltaf að reyna að borða eitthvað svona drasl og það gerist ekki shitt en svo fer ég aðeins að hjóla eða hlaupa og mér finnst allt renna af, ekki kannski allt hehe en allavega hraðar en af einhverju óætu drasle.
þetta eru ekki fetaostar heldur feitir ostar, ég er svoldið fötluð skriflega.
Hvar farið þið og allir þessir gestir í sturtu??
af hverju er myndin mín farin, þessi blogger er nú alveg að skíta á sig núna! Svo þarf ég alltaf að vera að logga mig 2x inn á einhverju google drasli líka. Vitiði afhverju?
gjuggíborg!
hehe, nei ég veit ekki af hverju þetta er svona asnalegt. en nú ætla ég að blogga aðeins til að útskýra svar við spurningu Þorgerðar. Djöfull líst mér vel á feitaosts rannsóknina. Langar helst að kyssa vísindamennina sem gerðu þessa!
Skrifa ummæli