Sólin skín og hitinn er kominn í 25°C og maður er í svakalegum grillfíling en þar sem maður hefur heyrt að það sé bannað að grilla í Mílanó ætti maður ekkert að vera að því.
Við erum búin að liggja úti í garði í allan dag(fyrir utan heitasta tímann frá 12-15, alltof heitt)og Hekla gat leikið sér frjáls og við lásum, Sverrir lærði og ég las ítalska bók. Það var alveg pakkað af fólki og hér fyrir utan húsið hjá okkur er eins og það sé brúðkaup einhvers staðar þar sem það eru bílum lagt út um allt. Þetta er einn vinsælasti garður Mílanó greinilega. Ég er ekki frá því en að maður sé bara kominn með smá lit.
Ég er samt svoooo svöööng ég er að drepast, ég er búin að borða: Weetabix, salat með túnfisk,ólífum,furuhnetum og mozzarella light, 1 peru, 1 epli og fullt af vatni, er samt að drepast úr hungri og ég þoli það ekki, fer þessi magi ekki að minnka! Hvað tekur það magann langan tíma að minnka haldið þið???
Byrja að skokka á morgun en þvílíkur munur á maganum á mér bara eftir að sleppa brauði og pasta í 3 daga, það er bara eins og ég hafi hætt á túr ( var samt ekki á túr ;))
Spurning beint til Kötu, Kristínar og Ásu: megið þið borða spelt pasta eða hrökkbrauð???? Þessi kúr ykkar finnst mér nefnilega mjög spennandi, er byrjuð að reyna en ég held að ég geti ekki hætt að drekka vín né heldur hætt í ostunum en ég ætla samt að reyna að skipta yfir í kinda og geitaost sem er reyndar mjög góður og ætla að minnka kannski aðeins alkóhólið, sjáum hvernig gengur, kannski gengur nógu vel til að hætta því líka í nokkra mánuði, aldrei að vita.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Ég ætti kannski að prófa, ég er alveg að fara að gubba (án gríns). Var nefnilega að borða uppaborgara og borðaði gjörsamlega yfir mig,ojojojoj mér líður ekki vel núna!
já mér líst vel á það! Ég svindlaði í gærkvöldi og fékk mér pizzu og þvílíkan magaverk sem ég fékk eftir á hef ég ekki fengið í laaangan tíma!!!
Úff shit hvað mig langar samt í uppaborgara, en ekki vanlíðanina á eftir;-) erfitt val, svo erfitt
Jesss, massa ertu dugleg elsku Sigurrós. Go go go, ég ligg hér upp í rúmi með tölvuna og var einmitt að láta mig dreyma um eitthvað GOTT að éta, en datt fátt í hug sem má. Þessi kúr er nett óþolandi. Það sem má ekki er hveiti (og því miður er hveiti í spelti), kúa mjólkurvörur og allur sykur og innifalið í því er áfengi (fodas) og auk þess enga ávexti fyrstu þrjár vikurnar (ég er á sjötta degi). Þar fyrir utan lagðist ég gjörsamlega í þessa tussu flensu eftir að ég kom til baka og hef verið í rúminu síðan eins og einmitt núna veihh.
Þú getur örugglega fundið hveitilaust hrökkbrauð :-) veihh.
ást
þín ace
mmmm..... hljímar vel....
úff ojojoj, þá held ég að ég fari frekar út að hlaupa og nota magatækið góða góða, það virkar. Þetta er ekki hægt til lengdar, þetta er matur sem við erum að tala um hér. Gefur manni smá gleði.
hehe Vel orðað systir góð, vel orðað!
ekki hætta að blogga.....ég verð að hafa eitthvað að lesa í guðs bænum. Og hvað á það að þýða að fara á einhvern dramatískan matarkúr. Það er alvitað að rauðvínsglas á dag kemur skapinu í lag (og svo auðvitað afskaplega gott fyrir hjartað). Sveiattann verður maður ekki bara geðvondur og súr ef að það má ekkert borða sem er gott
kyss
margrabarna
Skrifa ummæli