ohhh hvað þetta er búin að vera hrikalega ljúf vika.
Ása vinkona kom í heimsókn og var hjá okkur í viku, þetta var alveg hreint frábær tími, við átum,drukkum og nutum lystisemda lífsins í heila 7 daga, hreint unaðslegt! Við fórum upp að Gardavatni í 3 daga yfir páskana, þar fengum við lánað sumarhús Jole og Piero. Það var hreint ótrúlega nice, fórum í bíltúr upp með vatninu og fórum í siglingu að kastala eða frekar virki kannski þarna rétt hjá sem heitir Sirmione, mjög fallegur en kannski aðeins of mikið af túristum. Við fórum svo í bæ rétt hjá húsinu og keyptum bestu olíu í heimi, aðeins 5 lítra af henni, hehe, svo keyptum við líka vín og bjór sem er líka búið til þarna á svæðinu. Get ekki beðið eftir að fara að drekka það.
En svo fór Ása heim til sín til London og eins og Hekla komst svo skemmtilega að orði morguninn eftir ,,Æi er Ása faaarin, ohh hún var svo skemmtileg og það var svo gaman að hafa hana"
Hitinn hér hækkar með hverjum deginum og nú er maður bara búinn að ná í viftuna uppá háaloft, sængin er farin að pirra mann á nóttunni, moskítóflugufælan er í gangi, alltaf og maður er kominn í matarátak til að komast í bikiníið.
ÉG ER SVOOOO SVÖÖÖÖÖNG!!!
Já nú er það bara salat, ávextir og grænmeti!!! Ætla að reyna að hætta að borða hveiti, allavegana hvítt hveiti, mjólkurvörur held ég í lágmarki(sem þýðir að ég get ekki hætt að borða góða osta) en hins vegar ætla ég að hætta að borða venjulegan ost þar sem hann er frekar óþarfur en alltof fitandi. Ég ætla líka að draga Sverri með mér út að skokka. já svona verður þetta þangað til við komum heim, magnað stuð!
Það er verið að bögga mann þessa dagana með einhverju 10 ára útskriftarafmæli MR, ég vil ekkert vita af svona löguðu, er ekki nóg að verða þrítugur! Á líka að gera mann ennþá þuglyndari af þessu. En að öllu gamni slepptu þá væri ég alveg til í að fara og hitta alla aftur en því miður þá verðum við ennþá hér á Ítalíu.
jæja nóg um mig ég ætla að reyna að koma saman einhvers konar myndaseríu af síðustu viku og setja inná síðuna, nema hvað að Photoshop hefur gefið mig uppá bátinn þar sem ég keypti ekki eitthvað af þeim á hverju ári, þannig að ég þarf víst að koma mér eitthvert annað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Takk fyrir frábæra viku sæta, klára, yndislega og heltanaða fjölskylda
Skrifa ummæli