Hljómaði það ekki einhvern veginn svona annars?
Byrjum þó á byrjuninni og ég kem að fyrirsögninni á eftir.
Ég var mjög önnum kafin þessa helgi og fannst mér það sko ekki leiðinlegt!
Á föstudaginn fórum við í appiritivo með Íslendingunum hér og fórum á skemmtilegan stað nálægt Naviglio. Við sátum að sumbli til klukkan eitt og Hekla eins og lítið ljós sofnaði bara í sófanum sem við sátum í. Það er eins gott að maður geri þetta ekki oft, ætli fólki fyndist það ekki kannski aðeins of mikið. En eins og staðan er í dag hjá okkur þá er þetta svona og verður þar til við komum heim og getum auðveldlega fengið pössun, so get over it!
En við skemmtum okkur ekkert smá vel.
Laugardagurinn byrjaði snemma hjá mér þar sem ég var búin að samþykkja að búa til sushi handa Beatrice, dóttur Jole og Piero. Ég fór snemma að ná í fiskinn með Jole og svo var byrjað að þvo og sjóða hrísgrjón, rúlla, búa til salöt og svo framvegis. Þetta hjálpaði Sverrir mér við að gera, þannig að við vorum þarna litla fjölskyldan hjá Jole og Piero allan liðlangan daginn, eða til klukkan 17:30. Þegar við vorum búin að gera gómsætt sushi fórum við beint heim að taka okkur til fyrir kvöldið, þar sem við vorum að fara út að borða með hóp af Íslendingum sem voru hér fyrir hina árlegu,risastóru húsgagnasýningu. Við náðum að fara líka með Heklu í millitíðinni til Báru og Telmu sem pössuðu hana fyrir okkur þá um kvöldið. Við fórum á stað sem heitir El Brellin, alveg hreint ágætisstaður. Fín þjónusta, maturinn góður, hefðbundinn en góður og staðurinn einstaklega huggulegur. Það voru allir mjög ánægðir með kvöldið og ég valdi greinilega mjög vel fyrir þennan hóp. Algjört success.... segðuaaaahh...aahh...
Á sunnudeginum fórum við svo á þessa húsgagnasýningu og vorum að labba allan daginn. þannig að þegar við vöknuðum í morgun var lítil orka í kroppnum, vægast sagt. En ég píndi mig á fætur og í skólann.
Þá kem ég að fyrirsögninni....
Í skólanum í morgun gekk allt eins og venjulega, nema hvað rétt í endann á tímanum vorum við að lesa grein í dagblaðinu í dag, ekkert athugavert við það svo sem nema hvað að kennarinn okkar var einstaklega pirruð á Japönunum og Víetnömsku stúlkunni því að þau eru ekki eins góð og við þrjár(en að sjálfsögðu vegna þess að þau þurfa að leggja helmingi harðar að sér en við hin!) Nema hvað að annar Japaninn er svo sem alveg jafn góð og við hún er bara mjög feimin og panikar nett þegar hún á að lesa eða svara. Allavegana.... kennarinn fór eitthvað að pirra sig út í hana út af því að hún gat ekki svarað einni spurningu og var svolítið lengi að því, nema hvað að stelpan fer alveg í mínus og byrjar að gráta, nett mikið samt. Við förum alveg í kerfi og spyrjum hvers vegna hún sé að gráta, þá var það vegna þess að henni fannst hún ekki skilja greinina og að kennarinn væri að snappa á hana útaf því. Ég var henni fullkomlega sammála að kennarinn hefði ekki átt að bregðast svona við. Nema hvað að þá tekur kennarinn nett ennþá meira kast og fer að segja að þau(Japanirnir og Víetnaminn)hafi valið sér að vera á svona háu stigi og að þau verði þá bara að bíta í það súra að þurfa að vinna meira og að þau séu verri heldur en við og allt þar fram eftir götunum. Þetta fannst mér einstaklega mikill óþarfi hjá kennaranum og mjög illa gert þar sem stelpan hágrét við hliðiná mér. Svo var kennarinn alltaf að tönnlast á því að hún þurfi ekkert að fara að grenja vegna þess að hún skilji ekki einhverja grein í blaðinu, beisiklí að segja henni að hún sé algjör aumingi sem getur ekki neitt! Ohhh ég varð svo reið að ég var orðin rauð í framan og eyrun voru að brenna af mér, ég var að reyna að standa með henni og verja hana, en kennarinn sá ekki af sér þrátt fyrir það.
ohhh ég er eiginlega ennþá reið útí hana!
mánudagur, apríl 23, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
vá góð kennsluaðferð!!!
einmitt!
Skrifa ummæli