miðvikudagur, mars 28, 2007

Íþróttameiðsl

Já ég er með smávægileg íþróttameiðsl og hef því ekki getað updeitað síðuna mína.
Við skelltum okkur nefnilega á bretti á laugardaginn og í einni ferðinni hugsaði ég með mér ,,shit hvað ég er orðin góð í þessu maður!" sem eru bannorð í undirmeðvitund Sigurrósar,hún heitir djöfulrós sú arna og henti mér fram fyrir mig þannig að ég beisiklí hélt að hnéin hefðu mölvast en svo reyndist ekki vera, hún er greinilega bara smá evil ekki mikið hún djöfulrós, en lét mig sem sagt halda að ég væri í lagi svo að ég hélt áfram að brettast. Þegar dagurinn var á enda fór ég að finna fyrir í úlnliðnum en horfði framhjá því þar sem hnéin voru svo stokkbólgin og blá að það átti alla mína athygli. Daginn eftir, á sunnudeginum, var úlnliðurinn að drepa mig en hnéin létu ekkert í sér heyra(sem betur fer), ég endaði á því að fara á neyðarmóttökuna, í myndatöku og alles en sem betur fer var ekkert brotið, en illa tognuð. Þannig að ég er nú með stærstu umbúðir sem ég hef verið með, á ævinni!
Þetta er alveg búin að vera mín vika....
Ég var í skólanum í gær og viti menn allt í einu hrin ég úr stólnum beint á gólfið,mígreniskast! Sverrir þurfti að koma og ná í mig og í við brunum heim. ég er nú að jafna mig eftir þetta kast er pínu skökk ennþá, en ekki jafn slæmt og í gær. Vonandi er þetta vorboðinn minn,þ.e. loftlagsbreytingar.
Get....ekki....skrifað....meir....aahh....úln...liður...innnn...

6 ummæli:

Ólöf sagði...

úff maður gott ástand!

cockurinn sagði...

hehe einmitt,massa

Rík og glæsileg? sagði...

Sæl skvísa!

Af einhverjum ástæðum, rakst ég inn á þessa síðu, og þóttist nú kannast við kerlu...
Sá myndir af litlunni, sem er nú bara orðin frekar stór meðað við síðast þegar ég sá hana... Held hún hafi verið 2 mánaða...

En alla vega gaman að rekast á þig. Kvitt kvitt
HEiðdís kokkur

cockurinn sagði...

Ha gaman að heyra fra þér Heiðdís! Long time.....!

Nafnlaus sagði...

á ekkert að fara að koma á klakann aftur? eða ertu bara alveg flutt út??

cockurinn sagði...

tja það er aldrei að vita en planið er núna að vera hér í 1 ár í viðbót, svo kemur í ljós hvort það verður Ísland eða eitthvað annað land. En verðum í 4 mánuði heima í sumar, vantar rendar vinnu heima, eihverjar hugmyndir hvar ég á að sækja um?? Hvernig er bransinn heima núna? langt síðan maður vann heima.