Ég gerði crepes í fyrradag sem voru himneskar! Ég gerði deig sem var alveg hreint hrikalega auðvelt og bragðgott og gerði svo um 20 pönnukökur. Ég hafði svo val um alls konar álegg, eins og t.d. bjó ég til sveppafyllingu, þá steikti ég saman sveppi, beikon og skallottlauk í smá smjöri og bjó svo til grunninn að Bechamel sósu(uppstúf) hafði það mjög þykkt og setti svo helminginn af steikta gúmmulaðinu útí og notaði sem fyllingu, alveg hrikalega gott. Restina af sveppunum notaði ég svo í aðra, þá smurði ég pönnukökuna með majónesi(mjög litlu) og sinnepi og setti sveppina á og svo ost og prociutto mmm... á enn aðra setti ég majó(aftur mjög lítið),sinnep, skinku og mozzarella og hitaði í ofni til að bræða ostinn. þetta var hreinn unaður að borða, líka svo skemmtilegt, að vera að dúlla sér við matarborðið að smyrja það sem þig langar í og spjalla við manninn/konuna þinn/þína og drekka gott vín með. mmmm...mmm..mmm...
Í gærkvöldi fékk ég svo rosalegan grillfílíng í mig, það er nefnilega þessa dagana um 20 stiga hiti og sól, þannig að vorið er farið að kitla mann og þá vill maður bara grillað lamb og kalda sósu og ofnsteiktar kartöflur með sætum kartöflum. Þannig að ég fór í búðina og keypti mér lambakótilettur og grískt jógúrt og fleira. Gerði steiktar lambakótilettur með grillkryddi, miðjarðarhafsósuna sívinsælu og ofnsteikt rótargrænmeti og svo hafði ég ferskt salat með(babyspínat,mangó,mozzarella), algjört æði! En reyndar fékk ég svo kjötmagastinginn um kvöldið, óþolandi að geta ekki fengið sér kjöt án þess að fá magasting:( En glætan að ég láti það eitthvað á mig fá og gerist grænmetisæta! Ég held nú síður!
Fór í munnlegt próf í morgun og áheyrnarpróf í ítölskunni. Ég veit nú ekki hvernig mér gekk í áhayrnarprófinu, æ jú ég klúðraði einni eða tveimur spurningum en ekki meira og svo í munnlega prófinu sagði hún mér að henni fyndist ég tala mjög fína ítölsku. Þannig að ég er bara stolt af mér! Takktakk, klapp á bakið;)
Annars er þessi kennari ekkert allt of góður og það eru allir geðveikt pirraðir út í hana af því að hún er alltaf svo pirruð út í okkur og við vitum aldrei af hverju. Það er soldið skrítið að vera í svona skóla þar sem við borgum mikinn pening og erum að læra þetta beisiklí fyrir okkur ,ekki eitthvað próf þannig sér og það er eins og kennarinn þori ekki að segja allt sem hann vill segja og verði þá bara pirraður og þori ekki að segja hvað er að pirra hann. Mjög einkennilega staða.
Farin að sækja einkadótturina, góðar stundir gott fólk.
hvaða þýðingu hefur ostur í ykkar lífi? Er einhver ein tegund mikilvægari en önnur?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Parmaostur er sá nauðsynlegasti en fátt er betra en pecorino með perum. og kannski smá hunangi.
bara OSTUR, allur ostur og ostur með öllu. Best í geimi.
mmm hljómar vel.....
einu sinni sagði ég og meinti: aldrei gæti ég lifað án bjórs og osts.
Í raun er ekki harla langt síðan að ég hefði treyst mér til að lifa EINUNGIS á bjór og osti.
Nú er ég nýkomin frá hómópata og má aldrei borða mjólkurvörur né hveiti meir, auk þess sem ég er í 3 mánaða sykur banni (þar með talið áfengi). Í sárabætur fékk ég að vita að ég er með mikla hómópata hæfileika þannig að þú mátt hóa í mig ef þú vilt að ég fjarlækni þig af einhverju sigurrós mín.
Njótiði ostsins á meðan á nefinu stendur kæru vinir, því enginn veit hvað átt hefur og allt það... auk þess eru mjólkurvörur í miklu magni hugsanlega krabbameinsvaldandi... vá hvað þetta er langt og leiðinlegt komment... jesús! Mér líður eins og gömlum, þýskukennara... lúmst gott reyndar... vas magzt dú sigurrós!
hafðu það gott sæta!
k
Úffpúff, það var líka einu sinni læknir sem sagði við mig að ég mætti ekki borða mjólkurvörur framar, en líkami minn neitaði því bara! Ekkert hægt að gera í því meir,nema borða meiri ost!(og bjór að sjálfsögðu;))
Skrifa ummæli