mánudagur, mars 05, 2007

Ameríkuveikin svokallaða

Já Hekla er búin að liggja með 39 stiga hita síðan á laugardaginn... ég sem hélt hún slyppi. Hún lætur mann alltaf halda að hún sleppi þar sem hún er alltaf sú síðasta að fá pestarnar, en svo koma þær á endanum. Ekkert við því að gera nema að taka lýsi af krafti.
Ég fékk mjög ánægjjulegan pakka á fimmtudaginn síðasta, í honum voru 2 bækur handa mér og 5 bækur handa Heklu. Hekla var alveg í skýjunum og skoðaði fenginn það sem eftir var dagsins, hljóð með ánægju svip og valdi svo vandlega bókina sem foreldrarnir áttu að lesa þá um kvöldið, síðan hefur ekki verið lesið neitt annað. Þetta eru eins og önnur jólin hér. Ég er líka búin að liggja yfir mínum.. ég fékk Skipið eftir Stefán Mána og svo Viltu vinna milljarð eftir Vikas swarup. Ég er búin með þær báðar, át þær upp eins og gott súkkulaði. Þær voru báðar tvær snilldarlesning. Ég verð bara að mæla með þeim báðum. Sverrir spurði mig áðan hvora hann ætti að lesa, ég gat ekki með nokkru móti ráðlagt honum, þar sem það fer algerlega eftir því hvernig skapi þú ert. Önnur er spennusaga en hin spennnusaga líka kannski en af allt öðrum toga, með ást,grimmd,húmor og mannvonsku en þó fyrst og fremst um vonina sem býr í hjarta hvers manns.
Sólin skín dag eftir dag í þessu dásamlega landi og 18-20 stiga hiti. Moskítóflugurnar eru vaknaðar og farnar að angra nætur manns og ef þetta heldur svona áfram verður stutt í að viftan komi niður af háaloftinu og komi loftinu hér á hreyfingu.
Ég er núna búin að dreifa nafnspjöldum mínum út um allt en er þó ekki búin enn og ætla að gera fleiri og dreifa enn frekar.
Þið munið.....Sigurroscatering@gmail.com
Ég er að setja saman myndir og er að reyna að koma því í gagnið, ég hef nefnilega sagt skilið við Barnaland... vil helst ekki bendla nafni mínu og fjölskyldu minnar við þá kjaftapíkusíðu!
Sverri finnst ég orðin eitthvað svo yfirlýsingaglöð þessa dagana, það getur vel verið. Ég virðist fara í svona ham af og til, mér finnst það svo sem í lagi, bara að það fari svo aftur eftir nokkra daga, ég er ekkert svo svakalega skemmtileg þegar ég er svona yfirlýsingaglöð...æjá ég er á túr það er kannski þess vegna... já og kannski er það þess vegna sem ég er svona brjáluð í súkkulaði þessa dagana...andsk.túr!
Ég var að rökræða við Heklu áðan, hún vildi að ég kæmi með henni á klósettið þar sem hún þorði ekki að fara ein. Þetta er ég að reyna að venja hana af,mér finnst hún verða að geta farið ein á klósettið.
Ég: Hekla farðu ein á klósettið!
Hekla: Ég vil ekki, það er komin nótt og ég þori ekki að fara ein.
Ég: Hekla það er hábjartur dagur... Hvernig þætti þér það ef ég og pabbi þinn þyrftum alltaf að hafa þig með okkur á klósettið að pissa?
Hekla: En mamma, ég er bara barn þú veist það!

Ohh ég gat ekki annað en fundist þetta svo hrikalega sætt og farið með henni, en bara að hurðinni til að keikja ljósið(sem var óþarfi þar sem það var hábjart þar inni) og fór svo, hún tók því þögul.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ha ha ha krúttið. Þetta er samt alveg rétt hjá henni, fáránleg rök hjá þér he he

hv

cockurinn sagði...

já þegar ég hugsa til baka þá var þetta sko ekki alveg nógu úthugsað hjá mér. geri betur næst;)