Ég horfði á þessa mynd í gær og nú skil ég fullkomlega hvers vegna Óla systir og Gummi mágur voru svona á móti Makkaranum eitt skiptið þegar ég kom heim til Íslands, en í fáfræði minni hélt ég áfram að styrkja þá og kaupa þennan viðbjóð. Skiptunum fækkar reyndar ört sem ég vel að fara á skyndibitastað af þessu tagi þar sem mér bara hreinlega líður illa eftir á. Ein góð spurning sem ég spurði sjálfa mig í gærkvöldi á meðan ég horfði á myndina.. hvers vegna líður mér hræðilega illa(líkamlega)efitr MacDónalds en svona allt í lagi eftir hamborgara frá öðru fyrirtæki heima að frátöldu BurgerKing?
Ég fékk líka einhvern vegin nóg af rusli, eftir að ég sá hvernig þetta er að fara með okkur mannfólkið. Hvað gengur eignilega að okkur? hvers vegna gerum við líkama okkar þetta. Ég er sko engin undantekning frá þeim sem hakka í sig rusl daginn inn og út. Síðustu 2 mánuði hef ég legið á beit allan daginn, þvílíkt og annað eins rusl og ég bara get ekki hætt. Ég get svarið það að á tímabili hélt ég að ég væri komin með einhvers konar matarfíkn. En það var eins og spark í rassgatið að horfa á þessa mynd. Ég hef nú fengið ógeð á rusli og ef ógeðið er farið á morgun þá horfi ég aftur á myndina til að fá ógeðið aftur. Í dag er ekkert nema hollustan búin að fara í minn maga og ætla ég að halda því áfram. Ég vil ekki taka þátt í þessari vitleysu og styrkja þessi fífl þarna í Bandaríkjunum! Ef þú ert á móti Bush og spilltum stjórnarháttum þá áttu ekki að leggja þér rusl til munns, það fannst mér koma greinilega fram í þessari mynd. Þú ert ekki að gera neitt annað en að hengja snöruna um háls þér sem strekkist með hverjum bitanum sem fer upp í þig!
Að öðru:
Á hverjum sunnudegi ganga hér framhjá húsinu rússneskar konur á öllum aldri á leið í almenningsgarðinn hér við hliðina. Einn sunnudaginn átti ég svo leið um garðinn og sá hvað þær viðhafast allan eftirmiðdaginn. Þær dansa, tala hátt, borða rússneskan mat og drekka sig blindfullar! Þegar þær svo staulast framhjá húsinu um fimm leytið syngjandi Stál og Hnífur Rússlands, get ég ekki annað en hugsað ,, þvílík snilldarhugmynd!"
Ég er því búin að ákveða að halda piknik í garðinum okkar í vor, áður en allir fara og jafnvel fyrr. Eg spurði kennarann minn hvort það væri bannað að grilla í borginni og hún hafði aldrei heyrt um það þannig að ég ætla að dobbúltékka hjá löggunni sem er hér líka við hliðina og ef það má grilla þá verður sko haldin veisla! Það er á hreinu!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli