fimmtudagur, mars 01, 2007

Ungdomshuset

Ég verð að segja að ég er mjög fegin að vera flutt frá Bjelkesallé þessa stundina eftir að hafa lesið um óeirðirnar sem geisa þarna í götunni við hliðina. Það getur verið að þetta hús eigi sér sögu og það nokkuð merkilega og allt það en síðustu misseri hefur sest þarna að hinn mesti lýður og var ég alltaf nett smeyk þegar ég gekk þarna framhjá. Það var alltaf viðbjóðsleg pissufýla þarna og fólkið sem maður sá hanga þarna voru ekki neinir listamenn né þá heldur baráttumenn fyrir verkalýðinn, þetta voru dópistar, rónar og vitleysingar! Ég þurfti að ganga/hjóla þarna framhjá á hverjum einasta degi og svona var þetta orðið. Ekki það að ég sé beinlínis að halda með þessu trúfélagi sem á þetta hús, löglega, heldur finnst mér það aðeins rétt að ef maður kaupi hús þá fái maður það afhent í sínar hendur. Það var jú farið á bakvið Ungdomshuset við söluna en hvenær keyptu þeir það? Þeir fengu lyklana af því og ekkert annað, Danirnir kannski halda að ef þeir eru nógu andskoti dónalegir við mann að þeir fái hlutina frítt?! Ég veit ekki.....
Ég hins vegar sakna Danmerkur það er ekki það, ég sakna þess að vera þar því það var gott og skemmtilegt.... við borguðum minni leigu, jafnmikið í mat og drykk og fengum barnabætur og húsaleigubætur og niðurgreiddan leikskóla og gátum hjólað hvert sem við vildum án þess að eiga það á hættu að vera keyrður niður á hverri mínútu, við gátum verið á hjóli með kassa fyrir framan(=bíll)án þess að borga bensín á það né heldur borga tryggingar, það var vetur á veturna og sumar á sumrin. Já hvers vegna í ósköpunum fluttum við þaðan??? Ég er eiginlega alveg viss um að ef Danirnir væru eins ,,ligeglad" og þeir eru sagðir vera þá hefðum við aldrei viljað fara þaðan. En nú erum við hér á Ítalíu reyndar í alveg hreint klikkuðu veðri og með yndislegt fólk í kringum okkur, allir svo ,,ligeglad" að það hálfa, afgreiðslufólk er ánægt að sjá þig og bíður þér góðan daginn með bros á vör... jú hér er líka gott að vera... það mætti gera eitthvað við félagslega kerfinu og launakerfinu en annars er hér mjög gott að vera.

Að allt öðru:
Við héldum á föstudaginn uppá 60 afmæli okkar Sverris og þar var sko fjör! Það var heilmikið drukkið og spjallað langt fram á nótt og Hekla fékk leikfélaga sinn í heimsókn, hann Viktor, og þau léku sér góð saman án þess að við tækjum eftir þeim, þar til Bára og Bjarki fóru heim um 2,30 leytið, þá loksins sofnaði Hekla. Við buðum uppá alveg geggjað sushi og svo afmælistertur í eftirrétt. Þetta heppnaðist alveg svakalega vel og það fór bara vel um fólk í 45 fm íbúðinni okkar þó að það hafi verið hér 25 manns, næstum allan tímann.
Daginn eftir brunuðum við upp í fjöll. VIð fengum lánaða íbúð Jole og Piero yfir helgina og að sjálfsögðu nýttum við okkur það. Það var reyndar lágskýjað laugardag og sunnudag þannig að við sáum ekki neitt í kringum okkur og gátum ekki farið á bretti en svo á mánudeginum birti svona líka til og við sáum umhverfið í réttu ljósi. Ótrúlega fallegur staður, bærinn heitir Scopello og er rétt hjá Monte Rosa í Piemonte héraðinu.
Ég ákvað að reyna að borða sem mest af týpískum mat frá þessu héraði og það var mjög gott en það skrítna var að það var fáránlega líkt íslenskri/skandinavískri matseld. Merkilegur andskoti!

15 ummæli:

Ólöf sagði...

shitt hvað ég varð reiiiið þegar ég las fyrri hlutan af blogginu þínu. Ég bjó þarna líka á sama stað og þetta er bara hreinlega ekki rétt hjá þér. Ég var aldrei hrædd að labba þarna og þú hefur líklegast bara verið hrædd við útlitið á þessu liði. Ég labbaði alltaf þarna í geng þegar ég var að fara í búðina og varð ekki hrædd í eitt einasta skiptið. Vinir mínir fóru og borðuðu brunch þarna á hverjum laugardegi. Fullt af fólki sem ég þekki stunduðu tónleika þarna og on and on. Þetta er ekki eitthvað sem hefur breyst sérstaklega á síðustu misserum þetta hefur verið svona alla tíð. Jæja ég gæti reyndar skrifað heila ritgerð þannig að ég segi þetta gott núna! Eitt er allavega víst og það er að Danir eru duglegir að mótmæla.

Tobbs sagði...

hehemm ég skal vera sammála seinasta ræðumanni, sigurrós ég fór þarna á tónleika og þetta eru ekki rónar, dópistar og vitleysingar. Ekki alltaf vera hrædd við fólk sem er ekki nkl eins og þú í útliti eða hegðun. Þetta var bara mjög skemmtilegt kvöld sem ég átti þarna og þar inni var hreinlega samansull af alls konar fólki.

cockurinn sagði...

mm einmitt ,ég vil alltaf að allir séu eins og ég, kommon það þarf nú ekki að skíta á mann þó maður hafi aðrar skoðanir á hlutunum. Ég stend við mína skoðun á þessu liði þarna. Þið getið ekki neitað því að þarna var viðbjóðsleg fýla og vibbi í kring! Og ég hefði aldrei borðað nokkuð úr svona elshúsi, ég meina þið getið ekki einu sinni lyktað úr gamalli mjólkurfernu, hvernig haldiði að elshúsið hafi verið????

Ólöf sagði...

Borðaðir þú einhvern tíman þarna? Þó að ég sé arkitekt og húsið var í rúst þá get ég samt séð sjarman í því. Þessi þörf fyrir að allt sé slétt og fellt er alveg hundleiðinleg.

Nafnlaus sagði...

sigurrós þú er fasisti

autonomi nr.2

Nafnlaus sagði...

shit gleymdi, til hamingju með afmælið um daginn fasisti

Tobbs sagði...

ég tók aldrei eftir neinni vibbafýlu þarna í kring... hvað ertu að tala um??
Það er enginn að gera athugasemdir við að þú hafir aðrar skoðanir en við, málið er bara að þessar staðhæfingar hjá þér eru rangar. Þarna voru ekki dópistar vitleysingar og rónar. Autonomar eru ungt fólk á móti kerfinu og það voru eflaust ekki þeir að pissa utan í húsið ef þú fannst einhverja vonda lykt þarna, málið var að þeir vildu gera húsið upp en ríkið gaf þeim ekkert fjármagn í það.

Ólöf sagði...

Autonomar eru flest ungt fólk sem kemur frá efnuðu millistéttarfólki.

Annars sniðugt að skrifa um eitthvað svona umdeild efni þá fær maður sko komment hahaha. Ég ætti kannski að prófa.

Ólöf sagði...

Aðal vibbafýlan var fyrir utan Aldi þar sem rónarnir héngu!

cockurinn sagði...

hehehe já það er greinilega málið að skrifa um eitthvað svona. En ég mæli með því að þið farið inná síður dönsku sjónvarpsstöðvanna og kíkið á myndir frá fréttamönnum þar í landi sem fengu að fara þarna inn og taka myndir. Ég get ekki sagt að þetta sé girnilegt, því miður.
Yfirsnobbaði fasistinn!!!

Nafnlaus sagði...

Jedúddamía allt að verða vitlaust!

Var ekki bara svona vibbafýla af þér Sigurrós og þú hélst að það væri af húsinu!

thí híhí, en ég get því miður ekki stutt þig í þessari baráttu Sigurrós þar sem ég hef aldrei komið þarna.
Er samt nokkuð viss eftir að hafa skoðað myndirnar innan úr húsinu að ég hefði heldur aldrei farið þangað.

Hrafnhildur

cockurinn sagði...

já þar er ég sammála, loksins einhver með viti hér! múhaha

Nafnlaus sagði...

Ég held að ég hefði nú ekki áhuga á að borða þarna heldur...
Ég er alveg sammála þér Siggurós með þetta Ungdomshus..Mér fannst líka fólkið ekki mjög ungt sem var að mótmæla..
Og vá hvað ég hefði orðið brjáluð ef að það hefði verið kveikt í bílnum mínum..annars hvaða hálfviti lagði bílnum sínum þarna í kring? En ég er alveg orðin langþreytt af fréttum frá þessum mótmælum og öllu sem viðkemur þessu Ungdomshúsi.
Kveðja frá Kolding
Gunna

cockurinn sagði...

Mér sýnist vera komnar hér tvær fylkingar og líst mér nú betur á blikuna en fyrst eftir færsluna. Fannst ég vera hinn mesti fasisti. Takk fyrir stuðninginn!;-)

Ólöf sagði...

Það er líka svona sem fréttaflutningurinn hefur verið. Nema Héðinn vinur hennar Þorgerðar, hann hefur verið mjög hlutlaus. Síðan var enginn af okkur að réttlæta mótmælin sjálf, maður vinnur ekkert með ofbeldi.