Já í samanburði við sögur sem ég hef nú heyrt frá bekkjarfélögum mínum er Ísland eins saklaust og hægt er.
Stelpan sem kemur frá Guatemala: Mömmu hennar var rænt og haldið í 1 mánuð, móður systur hennar var rænt og haldið í 5 mánuði, faðir hennar var skotinn til bana.
Stelpan sem kemur frá Brasilíu: frænku hennar var rænt og haldið í 6 mánuði, hún sjálf kom heim eftir djamm eitt kvöld ásamt kærasta sínum og þeim var rænt fyrir framan húsið hennar, þau dregin upp í bílinn hennar, ógnað með byssu við hausinn, rænd öllu ásamt jökkum og skóm og skilin eftir á miðri hraðbrautinni.
Þetta voru svo massívar sögur þennan dag að ég var í hálfgerðu sjokki, greyið stúlkurnar! Og ég er heldur ekkert svo viðkvæm þegar ég er á túr, ég þurfti svoleiðis að halda aftur tárunum, ekki voru þær að grenja, nei ÉG var að grenja, mér fannst þetta svo hræðilegt!
Nú erum við mæðgurnar komnar með moskítóbit.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli