laugardagur, mars 10, 2007

djammdjammdjamm....

Já ég fór á djammið á fimmtudaginn og enn og aftur(eða þannig) var farið á Gattopardo. Einn af snobbstöðum borgarinnar, þar sem ríka fólkið skemmtir sér og það þarf að vera á gestalista, sem við vorum á að sjálfsögðu;)
Þetta var kveðjuteiti Þorgerðar, hún fór í dag til Singapúr til að búa og vinna. Við munum sakna hennar, verst að við kynntumst ekki fyrr, en svona er nú bara lífið. Við Bára ætluðum að vera bara rólegar en annað kom á daginn. Þorgerður splæsti í vodkaflösku og redbull fylgdi með, þetta er hinn besti dykkur. Við fórum hægt í fyrsta glas en eftir það var ekki aftur snúið.... Við urðum bara ansi fullar og skemmtum okkur svakalega vel, Þorgerður í flottu stuði og úr þessu varð alveg hreint frábært kvöld. Ég kom svo heim um þrjú leytið, reyndar ekkert svakalega full, bara svona mátulega. Borðaði Weetabix(sem ég er með æði fyrir núna) og setti aukapúða undir hausinn og sofnaði. Vaknaði svo daginn eftir ekki með vott af þynnku, svona á þetta að vera, ha! Ég var reyndar mjög þreytt þannig að það var lítið gert svo sem þann daginn en það var þó sett í eina vél eða svo. Hekla er loks að skríða úr veikindum sínum í dag, þannig að ég var heima með hana í gær, kom sér vel tíhí.

Við fórum í morgun í garðinn og ætluðum að læra að hjóla, nema hvað að Hekla dettur einu sinni og þá var bara vælt þar til mamma gafst upp og setti hjálpardekkin aftur á. Aðferðin mín í þetta skiptið virkaði mjög illa greinilega. Ég ákvað að láta hana detta einu sinni til að sína henni að þetta væri ekkert svo vont, eða sjá hvort hún gæti reddað sér útúr fallinu einhvern veginn, neinei hún bara hreyfði sig ekki og datt kylliflöt og eins og áður sagði vældi það sem eftir var. Jæja þá bara tókum við rúnt um garðinn, ég á hlaupahjólinu og hún á hjólinu sínu. Því næst gengum við í íþróttabúð hér rétt hjá og ég keypti hlífar á hana, prófum næst þannig, sjáum hvernig gengur. Ef einhver er með hugmyndir af góðum kennsluaðferðum endilega deilið með mér, er nett ráðalaus með hana. Hún gefst bara upp og segir ,, mamma ég er bara barn, ég er ekki eins stór og Hörður Sindriiiiii" Þá verð ég voða fúl og leiðinleg og skamma hana fyrir að gefast upp þá hleypur hún til mín með stóru, bláu hvolpaaugun sín, faðmar mig og segir ,,oh mamma, ég elska þig svooo mikið" og brosir til mín þar til ég brosi til hennar á móti.

5 ummæli:

Unknown sagði...

Hörður Sindri var svona líka. Málið er bara að gefast ekki upp og fara á hverjum degi í smá tíma. Síðan reyndi ég að gera þetta eins spennandi og skemmtilegt og hægt var. Tala rólega og ekki skamma. Hrósa ofurmikið þegar þau geta eitthvað smá. Þá var þetta komið mjög fljótt.

Nafnlaus sagði...

er ekki málið að halda í bögglaberann og hlaupa á eftir endalaust og sleppa svo allt í einu og tilkynna það ekki fyrr en eftir á?

cockurinn sagði...

haha ég prófaði aðferðina hennar Ólu og það- gekk mun betur. En þó verð ég að halda áfram að reyna. Ég hins vegar prófaði líka hina aðferðina, þetta með bögglaberann og , tja sko í fyrsta lagi er enginn almennilegur bögglaberi það eina sem er er dúkkusæti og það næstum brotnaði við þessa tilraun og líka gat ég ekki hlaupið nógu hratt(netti lúserinn)þannig að þetta endaði með því að ég dúndraði ökklanum í pedalann og allt fór til fjandans. Frekar vont!

Ólöf sagði...

Gleymdi að segja þér að ég hélt alltaf í hálsinn á honum og hljóp með honum fyrst og sleppti svo. Það virkaði mjög vel, sérstaklega þar sem maður er ekki með bögglabera. Þetta er svona gott tak um hálsinn að aftan, þá getur maður stýrt svo vel. Skilurðu hvað ég meina?

cockurinn sagði...

hehe já einmitt það sem ég gerði líka, var það ekki afi sem gerði þetta við okkur?