já það er sko lítið að gerast í Mílanó þessa vikuna.
Ég fór í lokaprófið á þriðjudaginn í ítölskunni og gekk bara ágætlega, á reyndar eftir að fá einkunnina en ég hef nú farið í muuuun erfiðari tungumálapróf í MR gamla og ekki talaði ég eins góða frönsku þá og ég geri ítölsku núna. Þannig að ég hef litlar áhyggjur af því, sem betur fer.
Ég er svona nokkurn veginn búin að vera veik í gær og í dag og komst því ekki að ná í einkunnina niður í skóla. Það snöggkólnaði hér svo svakalega að maður vill helst ekkert vera úti, það fór niður í 6-10°C, ekki það að fólkið á Íslandi vorkenni manni nokkuð vegna þess. Maður er að lesa um veðrið heima og fær barasta hroll.
Við fengum góðar fréttir áðan, við erum búin að leigja út íbúðina okkar í 2 mánuði í sumar, líst mjög vel á það og það eru Íslendingar, mér líður einhvern veginn betur með það heldur en að leigja kannski Kóreubúum sem varla tala ensku né ítölsku(sem var líklegt að myndi gerast).
Annars var að koma ný lína í HogM í dag, frá Madonnu sjálfri og ég er ekki á staðnum, hræódýr föt alveg hreint ógeðslega flott!!! Hehehe það er af sem áður var, ha! Maður er bara farinn að blogga um föt, ég held ég þurfi að koma mér í einhverja vinnu bráðlega, þetta gengur ekki svona, bráðum fer ég að tala um maskara og dömubindi! Hvað er að gerast???
Hvaða dömubindi notið þið annars??
Ég er búin að vera að íhuga þetta með ostinn og ég bara kemst ekki að niðurstöðu í málinu, þeir eru allir svo svakalega góðir ég bara get ekki gert upp á milli þeirra.
Paranoia!
Ég fékk heimboð frá stelpu/konu með mér í bekk sem kemur frá Chicago. Ég var í fyrstu mjög ánægð með boðið og ætlaði svo sannarlega að mæta með ítölskubækurnar í annarri. En svo eftir nokkra umhugsun þá fóru að renna á mig 2 grímur. Ég fór að snúa þessu upp í hinn svæsnasta CSI þátt og endaði á því að ég ætlaði að hringja í hana daginn eftir og tilkynna henni að ég kæmist ekki vegna veikinda. Hvað er eiginlega að mér af hverju held ég að allir ókunnugir séu undir niðri slæmt fólk sem ætlar bara að ræna mér og drepa???
Á endanum tók ég ekki í mál að láta undan þessari óþolandi paranoiu í mér og fór í heimsókn til stelpunnar og endaði á því að skemmta mér bara mjög vel. Við reyndar lærðum ekki mikið en við kynntumst þó aðeins betur og ég komst að því að fleiri þola ekki Leiðréttarann, sem b.t.w. hitti mig á msn-inu í gær og um leið og ég svaraði henni fór hún að leiðrétta mig sem mér fannst einstaklega ósanngjarnt þar sem hún var með þó nokkuð margar villu hjá sér, ég bara neita að gera svona hluti!
Ert þú Leiðréttarinn í hópnum????
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
þú ert bara alveg á rólegu nótunum ha? Hehe
hehe einmitt;)
ertu hætt??
Skrifa ummæli