Já mín bara orðin 30 ára. Mamma sagði mér að þessi dagur hefði verið í lagi fyrir hana á sínum tíma, hins vegar þegar hún varð fertug var hún í vondu skapi þann daginn!
Mig grunar einhvern veginn að ég verði eins með það.
Ég er búin að vera mjög dugleg í dag; fór í skólann, var boðið í hádegismat með eiginmanni mínum á frábæran kínverskan stað á Corso Como(sem er æðisleg göngugata hér í borg), fór í Peck og keypti klikkaðasta nautakjöt fyrir klikkaðasta pening sem ég hef smakkað eða borgað, fór að sækja Heklu, fór heim, beint í búð, beint heim að baka massíva djöflatertu með Brown Sugar Butter Cream, beint í sturtu og gerði mig fína fyrir kvöldið, beint að búa til massíva Fiorentina með ekta Bernaise, bökuðum kartöflum og steiktum strengjabaunum.
Hér sit ég eftir sirkabát 1 kg af smjöri og rauðu kjöti og rauðu víni svoleiðis aaalsæl! Ég er líka á leiðinni í bað með glasið að sjálfsögðu;-)
P.s. takk fyrir afmæliskveðjurnar allir saman..... Ég elska ykkur öll!!!(sagt frekar drafandi þar sem kílóið af víninu er farið að segja til sín)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Til hamingju með daginn elsku frænka! Ég er greinilega aðeins og sein til að segja hafðu það gott því þú ert greinilega búin að því! Ég vona bara að þú eigir þá líka þynnkulausan morgundag he he
takktakk frænka mín.
Jú ég var nú bara ansi heppin, engin þynnka;)
Til hamingju með þenna fallega afmælisdag elsku sætasta Sigurrós vívívívívví, er ekki soldið veldi í því að vera þrítug, finnst þér þú ekki til dæmis hafa meiri rétt til þess að frekjast við kjötborðið :-)
Ást og knús
Þín Ása
Skrifa ummæli