Ég var að lesa Litla stúlkan með eldspýturnar fyrir dóttur mína í gærkvöldi og ég gat ekki klárað hana fyrir ekkasogum og gráti....FRÁ MÉR!!!
Ég er ekki í lagi þegar ég fer á túr ég er eins og eins stór súkkulaðiklessa með grátbólgin augu, allt of stórar geirvörtur og bjórvömb sem slær mestu sjóurum við!
Mjög skemmtilegt að vera þannig einu sinni í mánuði...
Hekla er ennþá með nokkurn hósta þannig að það var innivera hjá okkur mæðgunum í dag, rólegheit sem sagt.
Kvöldmaturinn: eggjakaka,æ mér finnst þetta alltaf svo ógirnilegt nafn, frittata hljómar mun betur. Með steiktu grænmeti í örlítilli tómatsósu, mozzarella og sikileyskum Pecorino.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Úff ég lenti einmitt í þessu um daginn þegar ég var að lesa söguna, gat ekki haldið aftur af tárunum...og ég var ekki á túr!
Krakkarnir vissu ekkert hvað var í gangi -sem er skiljanlegt...ég held ég hafi verið svona 12 ára þegar ég skildi þessa sögu he he
þetta er náttúrulega alveg hrikaleg saga. Ekkert skrítið að einhver tár falli. Ég er annars svo svöng og mig langar í EGGJAKÖKU ahhhrggg. Langar að vera í rólegheitum heima að borða eggjaköku, hehe.
hahaha já gerðu það bara hún er svo einföld.
Ég er sammála með þessa sögu hún er alveg hreint rosalega erfið, og Hekla spurði mig ,,mamma af hverju ertu svona blaut í framan" hahaha litla krútt fattaði ekki að mamman var hágrenjandi
Skrifa ummæli