þriðjudagur, febrúar 20, 2007

Ítölskunámið að borga sig

Jájájá ég komst að því að brúsinn sem maðurinn minn var búinn að hella ofan í vaskinn stíflaða var efni fyrir næstum stíflað niðurfall en ég hins vegar með mína gríðarlegu ít-lskukunnáttu komst að þessu í búðinni þegar ég var að kaupa áfyllingu, þannig að ég keypti efni til að losa stíflu og hellti barasta öllum brúsanum í vaskinn og viti menn hann afstíflaðist! Ég er massív!
Hins vegar var þessi vír ekki alveg að gera sig og er gardínan farin að hanga aðeins of mikið niður þannig að ég þurfti að ,,skreppa" í IKEA og keypti sterkari víra. Nema hvað að á leiðinni heim.... þið eigið aldrei eftir að geta upp á hvað gerðist....... jú aldrei þessu vant... ég villtist! Ég er orðin svo svakalega leið á þessu áttavilltadæmi hjá mér, ég get svarið það að ég er heppin að ég veit hvað er vinstri og hægri! Ég meina hvað ég er búin að fara þarna oft???? Að villast og þurfa að fara í gegnum tollin og spyrja þar og þurfa svo að spyrja aftur því ég missti af annarri beygju og þurfa svo að taka U beygju á miðri semi-hraðbraut!!!! Ég er ekki í lagi!!!!
Ég hugsaði á leiðinni út úr húsi hvort ég ætti að taka gps tækið, bara svona til vonar og vara en ákvað að þar sem ég væri búin að fara þarna skrilljón sinnum ætti ég nú að geta andskotast til að muna þetta! En allt kom fyrir ekki!
Hekla er í fríi í leikskólanum alla þessa viku þannig að ég hélt að ég þyrfti að taka mér frí úr skólanum, sem mér leist alls ekki vel á, en þegar ég fór þangað niður eftir í gærdag til að fá að vita hvað ég átti að læra heima þá sagði kennarinn mér að taka bara Heklu með mér í skólann, sem ég og gerði í morgun og það gekk svona líka glimrandi vel, hún er svo mikill engill þessi snúlla! Ég þurfti ekkert að hafa fyrir henni. Við erum ekki nema 10 í hópnum og allir sitja í hring alltaf þannig að þetta er mjög intensíft, ég var soldið stressuð yfir að koma með hana en hún stóð sig svona líka glimrandi vel stúlkan í 3,5 klukkutíma.
ohhh hvað mig langar í saltkjöt og baunir..mmmmm.....Sprengidagur.

2 ummæli:

Ólöf sagði...

já saltkjötið var mjög gott og ég virðist bara hafa sloppið ágætlega. Smá bjúgur og verkir í liðunum en það er ekkert nýtt. Ég held að það sé jafnvel minna en vanalega, kannski vantar mig bara meira salt, hehe.

cockurinn sagði...

aldrei að vita;) Efast reyndar um að okkur vanti salt;/ við erum soddan saltsjúklingar