mánudagur, febrúar 12, 2007

Ítalska og aftur ítalska

Já ég byrjaði í morgun í ítöslkunámi og líkar bara mjög vel. Þarna eru eins og venjulega fólk alls staðar að, en þó flestir frá Asíu. Merkilegt með Kóreubúana þeir bara kunna ekki neitt annað tungumál áður en þeir mæta á svæðið, hinir eins og þeir frá Japan eru þó allavegana með 1 annað tungumál.
Það er að sjálfsögðu nokkrar þarna sem eiga ítalska kærasta og eru hér vegna þeirra, eitthvað sem kennarinn sagði að væri mjög algengt.
Fór á sunnudagsmorgunn til að kaupa nýtt brauð nema hvað að það er ekki hægt hér á landi þar sem bakarí eru lokuð á sunnudögum, en í staðinn keypti ég 60 túlípana, fannst ykkur ég hafa farið yfir strikið? Þeir voru bara á tilboði og ég var á hjólinu mínu í æðislegu veðri og fannst bara tilheyrandi að kaupa fullt af túlípönum til að skreyta heimilið mitt.
F'orum í gær í bæinn að hitta Báru,Bjarka,Viktor og Þorgerði(ekki systur mína). Við gengum í Brera og fórum á kaffihús og gengum svo til baka að Duomo. Þetta var alveg yndislegur dagur, það er svo gaman að eyða deginum með góðum vinum, á rölti um borgina og kíkja á kaffihús og svona. Maður gerir það allt of sjaldan heima á Íslandi, ekki satt?

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hver er þessi Þorgerður sem er að stela nafninu mínu..?

cockurinn sagði...

hehe henni finnst einmitt mjög skrítið þegar ég er að tala um þig! þetta er stelpa sem er að vinna hér í Mílanó og hefur verið soldið með okkur síðustu 2 mánuði. Mjög skemmtileg.
Alveg eins og þú:-*

Nafnlaus sagði...

Oh guð hvað ég öfunda ykkur að vera á Ítalíu ;0(

Langar svooo að vera úti og nú er minn heittelskaði að koma til ykkar og ekki ég, ein döpur!!!

nei nei gaman að heyra að þið skemmtið ykkur og líður vel.

Bið að heilsa öllum ;0)

kveðja
Guðbjörg