Já ég og Hekla vorum í lestinni áðan og hún var að leika sér að því að snúa sér í hringi á stönginni sem er til að halda sér í og allt í einu tekur maður mynd af henni! Ég tók ekki eftir honum fyrr en flassið kom og ég fékk algjört sjokk. Hann leit ekkert sérlega vel út og alls ekki vinsamlega. Maður sem sat fyrir framan hann og flestir í lestinni voru líka nett hneykslaðir á þessu athæfi og ég ... fraus! Ég fraus andskotinn hafi það... að sjálfsögðu átti ég að fara til mannsins og biðja hann um að eyða myndinni. Finnst ykkur það ekki? Ég veit ekki hvað ég á af mér að gera núna, ég er með hnút í maganum á stærð við melónu. Héðan í frá munu allir þurfa mitt leyfi fyrir myndatöku á barninu mínu! Mér er sama þó að ferðamenn frá austurlöndum sjái sjaldan fólk eins og hana, þau fá ekki að taka myndir af henni meir!
Hvað hefði ég átt að gera??????
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
já alveg spurning? En er maður samt ekki orðin of paranoid? Ég skil þig mjög vel en hef stundum verið að velta því fyrir mér hvort ég sjálf sé orðin einum of. Kannski var þetta bara einhver ljósmyndari sem sá flott mótíf.
Já kannski er ég of paranoid, ég veit ekki en héðan í frá held ég í hendina á henni alltaf, allan tímann á meðan ég er í lestinni!
já vá
Skrifa ummæli