fimmtudagur, febrúar 01, 2007

Allt í lagi, allt í lagi,ég skal hætta!

já ég tek það á mig þetta var synd að vera að röfla yfir þessum blessaða handboltaleik, OK! Er hætt og geri þetta ekki aftur,lofa! Ég skal horfa á einn og einn íþróttaleik en þá vil ég líka fá eiginmanninn minn á ballettsýningar svona endrum og eins, MÚhahahahahaha, einmitt sjáiði Sverri á ballettsýningu???? hahaha, tja það væri nú bara eins og að sjá mig á handbolta-eða fótboltaleik!
Ég fékk alveg hreint hrikalega girnilegt tilboð í dag, en það var að fara á kaffihús og í bæinn með Báru, sem ég tók að sjálfsögðu og sé sko ekki eftir því. Það var rosalega gaman og ég keypti mér alveg ofboðslega fallegan kjól í Zöru og alveg geggjaða skó í jólagjöf frá tengdaforeldrum mínum, þeir eru svo flottir að ég ætla að setja mynd af þeim hér inn á morgun.
Ég er svo að fara með henni, Thelmu, kannski Höllu Báru, kannski Þorgerði,kannski Sverri og stelpu sem heitir Ragga á Gattopardo annað kvöld. Við eigum eftir að skemmta okkur vel að vanda!
Sverrir er byrjaður í starfsþjálfun og verður næsta 1 1/2 mánuðinn, mjög spennandi , sjáum hvernig það fer allt saman.
Það er mjög gaman að sjá borg tískunnar umbreytast í borg svartra og brúnna vattúlpna og svartra buxna á veturna.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

kysstu sverri til hamingju með afmælið frá öllum þegnum breska heimsveldisins!

cockurinn sagði...

hehe Geri það!Takktakk