þriðjudagur, janúar 30, 2007

Handbolti, er það synd að þola'nn ekki?

Ég hef gert unaðslegan mat síðustu 2 kvöld og í bæði skiptin hefur þessi yndislegi handbolti eyðilagt stemninguna gersamlega! Aðallega samt í gærkvöldi. Ekki alveg það sem ég hafði í huga þegar ég var að leggja mig alla fram við matseldina, að eiginmaður minn myndi ignora mig gersamlega við matarborðið og aðeins pirra sig á handbolta! VIÐ MATARBORÐIÐ! Er það þetta sem gerist þegar maður giftir sig?
kvöldmatur 1:
INdverkskur Kóríander kjúklingur frá Kerala héraðinu, beint frá indversku heimili. með basmati hrísgrjónum og naan brauði

Kvöldmatur 2:

Gulrótar- og kartöflupönnukökur með indversku grænmeti og
gulrótar- og kartöflupönnukökur með villisveppum, sherry og geitaosti

Borið fram með fersku salati

Þetta var hvoru tveggja svo hrikalega gott, ég er ennþá slefandi.

Í kóríander kjúklingaréttinum voru karrýlauf, ég hef aldrei notað það áður þannig að ég fór á netið til að afla mér upplýsinga um þetta fyrirbæri og þar lenti ég aðallega á breskum og amerískum síðum og þar var mikið talað um að það væri mjög erfitt að ná í þessi lauf og það kæmi ekkert í staðinn fyrir þau og þess vegna væru þau mjög dýr. Ég fór að hafa áhyggjur af þessu og ákvað að fara hér í hinn svokallaða ,ethnic market' og viti menn þegar ég bað tortryggin um þessi lauf kom hann með þau með bros á vör og sagði 0,50 cent. HALLÓ ég fékk áfall, en svo þurfti ég að kaupa ansi mikið hjá honum til viðbótar og allt saman kostaði þetta 10 evrur, annað áfall. En svo fór ég að hugsa.. því miður eru þessir Ítalir svo hrikalega íhaldsamir í matargerð og reyna ekki einu sinni við svona matargerð og þess vegna er lítil eftirspurn eftir þessum vörum og þar af leiðandi lágt verð. Ég hálf vorkenni Ítölunum að vera svona, þeir eru að missa af svo miklu. Það er ekki gott að halda því alltaf fram að sitt sé það besta og ekkert annað komist nálægt því nokkurn tímann, þá verður aldrei nein framför.
Ég held að ég hafi oftar svona mat því að hann er svo ódýr.
Ég held að ég fari líka að leggja meira í matargerð og búa til fleiri uppskriftir eins og í gær, það var mjög skemmtilegt og maður þarf alltaf á nýjum uppskriftum að halda ekki satt??

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

pfiff hlusta sko ekki á svona, segir frekar hversvegna í andskotanum varst þú ekki að horfa á leikinn?

Nafnlaus sagði...

hættu þessu helvítis væli og farðu bara að fylgjast með íþróttum!!!

cockurinn sagði...

Nákvæmlega það sem ég hélt, það er greinilega synd! Ég nenni ekki að horfa á eitthvað lið af strákum sem eru ekki einnu sinni sætir, reyna eitthvað sem þeim tekst aldrei!Tapa alltaf, hvað er skemmtilegt við það???

Ólöf sagði...

Kommon handbolti er nú alltaf traustur. Mathákurinn þinn!

Ólöf sagði...

hver er annars Anonymous?

Nafnlaus sagði...

örugglega Sverrir he he

cockurinn sagði...

tek það á mig!!! það er eiginmaðurinn sem ritar undir dulnefni.
en eru samt ekki allir sammála því að hún eigi að hætta þessu væli yfir einum og einum íþróttaleik???

Nafnlaus sagði...

Ha ha ha

Ólöf sagði...

Alveg sammála. Það er svo margt annað mikilvægara til að röfla yfir!