Ég fékk beiðni um Tikka masala hér í kommentunum og að sjálfsögðu fékk hún svar innan 24 tíma um hvað það er og uppskrift fylgdi, að þessu sinni var það innan 24 tíma en það var vegna þess að það er helgi, venjulega liggur ekki á svari.
Ef þið eruð í vanda með eitthvað bara spyrja og ég svara um hæl, elskurnar mínar.
Annars átti að vera bílalaus dagur í dag en það voru svo margir svindlarar að það mátti varla sjá mun. Venjulega er borgin eins og draugaborg en ekki í þetta skiptið. Það var heldur ekkert að gerast á Buenos Aires þannig að ég og Hekla fórum netta fíluferð þangað. En við höfðum þá bara samband við Gunna og Höllu Báru og fórum í heimsókn til þeirra og eyddum deginum með þeim. Hekla og Lea skemmtu sér konunglega og við líka í fullorðinsspjalli og að sjálfsögðu fylgdi smá mönsj með.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli