sunnudagur, janúar 14, 2007

Það lítur út fyrir meiri skólagöngu!

Allavegana eins og dagurinn byrjaði lítur út fyrir að ég geti komið mér í skóla hér. Ég þarf náttúrulega fyrst að fara í undibúningsnám í ítölsku, og ég get fengið lán fyrir því.
Þetta þýðir líka að við verðum þá að öllum líkindum heima í sumar til að vinna fyrir peningum. Þannig að ef þið eruð að fara að halda veislu í sumar, þá get ég verið kokkurinn ykkar! Látið orðið berast börnin góð!

Ég gerði dýrindismáltíð í gær á ca. 30 mínútum.
Grænmetis frittata

100 gr laukur
100 gr fennel
100 gr gulrætur
100 gr kartöflur
100 gr paprika
5 msk tómatar úr dós(eða einhvers konar tómatsósa úr krukku)

6 egg
3 msk mjólk
salt og pipar

ostur(má sleppa)

Grænmetið er skorið í mjög litla bita. Vatn sett í djúpan pott ásamt 1 msk salt, suðan látin koma upp. grænmetið sett útí og látið sjóða í nokkrar mínútur, eða þar til næstum meyrt(taka bara einn bita og smakka).Þá er það tekið upp úr eða hellt í sigti og látið kalt vatn renna á það í nokkrar mín.
Eggin eru hrærð saman og söltuð og pipruð ásamt mjólkinni.
smjörklípa sett á 2 pönnur og látið bráðna þá er grænmetið sett á aðra þeirra og steikt þar til tilbúið þá er tómatsósunni bætt útí og saltað og piprað.
Þá eru eggin sett á pönnuna og skafinn aðeins botninn til að brenni ekki botninn. þegar hún er alveg að vera tilbúin þá eru ostsneiðar settar útá og sett undir grillið í 2 mínútur eða þar til fer að bólgna og taka smá lit. þá er eggjakakan tekin út og grænmetið sett útá.
Berið fram með fersku salati.

Fyrirgefið krakkar stundum er bara þörfin til að búa til og skrifa nýja uppskrift of sterk. Þannig að ég verð að setja hana hér inn.

Að öðru.
Hekla er svo fyndin þessa dagana.... hún er núna alltaf að segja mér hvernig kúkurinn er sem hún kúkar. T.d. var einn í gær eins og stjarna???? Endilega segið mér hvernig það getur verið og hvort þetta sé möguleiki.

Hún segir okkur líka á hverjum degi hvað hana dreymdi. Þetta eru allt saman svo yndislega krúttulegir draumar, svo saklausir eitthvað. Ekki svona afbakaðir og klikkaðir eins og hjá okkur fullorðna fólkinu...... eða er það kannski bara ég ????'

Ég ætlaði að sofa út í morgun þar sem Hekla fór seint að sofa í gærkvöldi þá hélt ég að hún myndi sofa til 9.00 þannig að þegar klukkan hringdi þá sagði ég við Sverri að læðast því að ég ætlaði að leyfa okkur mæðgunum að sofa. Nei nei viti menn stúlkan vaknaði 8.07 sem þýddi að við vorum orðnar of seinar í leiksólann og gátum heldur ekki sofið út. Frekar lásí tilraun!

Það er svo yndislegt veður hér dag eftir dag, þannig að í gær fór ég með Heklu í garðinn okkar á hlaupahjólið nýja og skemmtum okkur mjög vel. Eftir það hittum við svo Gunna og Höllu Báru og co. í garðinum niðrí bæ. Þar gátu stúlkurnar leikið sér saman og við spjallað um daginn og veginn. Þær fengu líka að fara á hestbak, skemmtu sér mjög vel.
Síðan kom Simona að hitta okkur líka, en þá þurftu hin að fara heim þannig að ég, Simona og Hekla fórum og fengum okkur heitt kakó og spjölluðum um brúðkaup, erfiðleika sem ungir Ítalir þurfa að ganga í gegnum og barneignir.

P.s brúðkaup á Ítalíu kosta u.þ.b. 5 milljónir!
gestir eru að meðal tali 400

1 ummæli:

Ólöf sagði...

djók! Hver giftir sig á ítalíu?