miðvikudagur, janúar 17, 2007

Það er gaman að ,,verða" að fara í búðir og kaupa!

Við fórum í dag og í gær í bæjarferð til þess að kaupa brúðargjafir. Þetta eru búnir að vera einstaklega skemmtilegir dagar!
Við fórum t.d. í dag á tvo staði sem við höfum lítið sem ekkert farið á áður og þar römbuðum við inn í verslun sem var alveg frábær, ég hefði helst viljað búa þar inni. Þar var allt til milli himins og jarðar. Eftir það fórum við svo í flottustu concept verslun sem ég hef séð á ævinni, enda var lítið þar inni sem var undir 100 evrum. Við fengum nefnilega tilvísun frá vinum okkar í Danmörku í þessa búð. Þarna inni var hægt að finna Malono Blahnik skó, jimmi cho og polo boli á 300 evrur og klikkaða skó,föt og svo var þar líka að finna flottustu víbradora sem ég hef séð,ok hef reyndar ekki séð þá marga, held ég hafi séð 2 með berum augum en hina í Sex and the City þáttunum, fróðlegir þættir það. Látum það liggja á milli hluta.
Þarna voru líka hrikalega flottir lampar og ótrúlega fallegir hlutir. Við enduðum á að kaupa handa okkur Georg Jensen hitamælissystem, sem okkur er búið að langa í lengi. Takk Andrea og Gaui, Tina og Gunni.
Það gerðist nú soldið skemmtilegt áðan, það var kona sem kallaði á mig ,,hey! Modella!" ég leit við þá lét hún sig hverfa inná kaffihús. Ég veit ekki alveg hvað vakti fyrir henni, ætla bara að láta mig dreyma.
Ég var að gera mér grein fyrir því að ég er búin að týna einni grein fyrir Nýtt Líf, mjög skemmtilegt, þarf að gera þetta allt aftur, jeij!
Var að kaupa alveg frábæran disk áðan hann er með mjög skemmtilegri spænskri stelpu sem heitir Bebe og diskurinn heitir Pafuera Telaranas. Mæli eindregið með honum!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gerðuru greinina ekki á tölvuna þína? ef svo er þá er hún ekki horfin, þú getur pottþétt fundið hana aftur. Láttu mig vita þegar þú ert við tölvu og ég skal leiðbeina þér.