fimmtudagur, janúar 11, 2007

Ómennsk?

Ég held að Ítalirnir telji mig vera ómennska þar sem ég er frá Íslandi. Í hvert skipti sem þeir koma til mín(sem vita að ég er íslensk) og segja,,brrr.. hvað það er kalt í dag" þá enda þeir iðulega setninguna ,, he, en þér er nú örugglega ekkert kalt, er það nokkuð?"
Nei einmitt mér er ekkert kalt vegna þess að í mér rennur kalt blóð! Hvað halda þeir eignilega að við séum??? Af því að við komum frá köldu landi, lengst í norðri þá finnum við ekki fyrir kulda??? Mjög lógískt ekki satt???

Ég er komin með mjög almennilega og vingjarnlega kunningjakonu hér. Hún er japönsk og á son í sama bekk og Hekla. Við sitjum oft soldið utangátta frá hinum ítölsku mæðrum þar sem þær eru mjög gamlar og mjög hallærislegar og viljum við flotta fólkið helst ekki láta sjá okkur með slíku fólki. Þannig að við sitjum og reynum að rembast við að halda uppi samræðum á ítölsku þar sem hún kann enga ensku. Þetta eru mjög skemmtilegar samræður með miklum villum en við erum báðar allar af vilja gerðar þannig að við skiljum hvor aðra bara ágætlega.
Mjög fyndið t.d. áðan sagði hún mér að maðurinn hennar hafi sagt við hana einn daginn að honum fyndist ég vera mjög falleg og að þau ættu að reyna að vingast við mig. Svo hló hún eins og vitleysingur á eftir og ég líka svo eftir ca.2 mínútur var eins og hún hafi séð eftir þessu og sagði í sífellu ,,Top secret, top secret" svo hló hún en frekar vandræðalega í þetta skiptið. En mér var svo sem sama og hló bara hjartanlega þannig að hún slakaði á. Hún er mesta dúllan.
Við erum að reyna að breyta innkaupum hjá okkur þannig að ég fór í mercato communale sem er hér rétt hjá og það munaði svo hrikalega miklu í verði að ég fékk hálfgert sjokk þegar hún sagði mér að allt sem ég keypti kostaði aðeins 39 evrur, full karfa! Miðað við að við fórum í Supermarkaðinn hér daginn eftir að við komum og keyptum fyrir 60 evrur og ísskápurinn var tómur eftir það og við bara horfðum á hvort annað og spurðum ,, hvað keyptum við eiginlega?". Þá ákvað ég að nú væri nóg komið af spreði og svínaríi og fór í ódýra markaðinn, beisiklí eins og Bónus nema 100 sinnum minna úrval. Þá fór ég á markaðinn í dag og ég ætla að láta fylgja hér mynd og getraun um kaupin mín þar.
Góða skemmtun!

Engin ummæli: