Það átti að snjóa í gær eða í dag en ekkert gerist og enn er 10 stiga hiti og næstum því sól.
Sósuráð 1. :
Ef þið eruð búin að gera sósu, þ.e. þykkja hana og ennþá er fitubrák ofan á henni er mjög gott ráð að strá varlega hveiti yfir fitubrákina og leyfa fitunni að sjúga í sig hveitið, hrærið þá í sósunni og þynnið ef þörf er á.
Ef þið eruð í vandræðum með sósur þá er ég orðin eins konar sósusnilli eftir þetta nám mitt í Danmörku, þannig að just try me og ég get svarað!
Sverrir er ennþá á fullu í skólanum og ég byrja líklegast ekki í ítölskunni fyrr en 12.feb. þannig að það er svo sem ekkert nýtt að gerast hjá okkur.
Ég byrjaði í gær að efast um þolinmæði mína og hæfni til að fara aftur í háskóla, er allt í einu ekki svo viss um þetta allt saman. Það er ekkert grín að byrja í svona bóklegu námi þegar maður er svona langt frá að vera með tungumálið á hreinu. Í þessu er engin alþjóðleg algebra eða eldhúsmál heldur bara orð sem maður kann ekki!
Hekla fílar sig alltaf betur og betur í leikskólanum, það fer náttúrulega eftir tungumálakunnáttu hennar, eftir því sem hún lærir meira því skemmtilegra er að vera þarna.
Kíkið í Nýtt líf, er með mjög góðan mat þar.
miðvikudagur, janúar 24, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Hva það er bara gaman að vera í skóla. Kannski verður heilinn þinn að steikjast í smá tíma fyrst en maður hefur bara gott af því! Rósa sósa með réttu!
Þokkalega!Fannst ég þurfa að standa undir nafni, þú veist
Ég kíkti í Nýtt Líf þetta er glæsilegt hjá þér skvís!
frábært, takk!
Skrifa ummæli