miðvikudagur, ágúst 22, 2007

hmm Mílanó, já þú segir það....

Nú er bara allt of ljúft að vera á Íslandi, og þetta skrifa ég á meðan regnið bylur á glugganum fyrir aftan mig og ég er með maskarann niður á kinnar eftir mikla vatnshjólaferð úr vinnu og sækingu í leikskóla. Ætli ég sé orðin fullorðin??? Ég bara trúi því ekki....er ég virkilega orðin nógu þroskuð til að takast á við alla þá ábyrgð?? Þetta er mikið að vefjast fyrir mér þessa dagana, þetta bara leggst allt saman svo vel í mig allt í einu, það hefur ekki gerst hingað til. Að vera að vinna, borga reikninga, sjá um barnið, þetta er allt saman eitthvað sem er bara svo ljúft og skemmtilegt.
Nú tekur Sigurrós nr.2 við:
Mílanó kallar; Það er líka helvíti ljúft að vera í Mílanó, geta farið í alpana þegar maður vill á snjóbretti eða farið á ströndina þegar maður vill í sólbað. Geta borgað skid og ingenting fyrir risastykki af unaðslegu prociutto og parmigiano úr fjöllunum. Geta farið í appiritivo og talað þetta fáránlega fallega tungumál endalaust. Geta fengið ótrúlega gott speghetti pomodoro, alls staðar! Eða risotto bianco eða al formaggio. Farið á truffluhátíð, eða matarhátíð eða uxahátíð...... svona gæti ég endalaust upptalið. Hvað á maður að gera ég bara spyr????

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skal setja þetta upp á annan hátt fyrir þig. Þú ert ss. að velja um hvort að þú eigir að eyða ca. 50 árum eða 49 árum á íslandi og hvort þú eigir að tíma að eyða 2 eða 3 árum í mílano.

Lov jú áhyggjupúki

Ólöf sagði...

haha sammála síðasta ræðumanni!

cockurinn sagði...

hahaha já ég er líka sammála, FULLKOMLEGA SAMM'ALA. Nú hætti ég þessu rugli og bara fer til Ítalíu áhyggjulaus og kem bara aftur og þá á ég eftir að fíla mig í botn!!!!

Ólöf sagði...

já ég held það, þó mig langi rosalega mikið til að hafa ykkur lengur:)

Nafnlaus sagði...

hvað verðurðu lengi í viðbót þarna í þessu truflurugli?
Ég gef grænt ljós á þessa ákvörðun ef svarið er <2 ár (sko til ef ég hefði ekki eytt æskuárum mínum í að diffra hefði ég kannski ekki getað skrifað þetta frekjulega og snaggaralega komment) Halelúja sigríður hlíðar.