fimmtudagur, ágúst 16, 2007

Ekki mikið að gerast,svo sem

tja ákvað nú samt að kvitta aðeins.
Það er brjálað að gera í vinnunni, fjöldinn kominn í 145-170 á hverjum degi, svaka stuð. Ég er byrjuð að gera svo mikið sushi að það hálfa, gerði geggjaða rúllu í dag, spicy lax með flugfiskahrognum(sem búið var að leggja í wasabi)og gúrku. Enda rauk hún út. Ég var líka með alveg æðislegt salat, með gulum grilluðum paprikum, blanceruðum tómötum og fullt af ´æðislega nýrri basilíku og fullt af parmesan osti(hvítt balsam edik og olía) alveg ótrúlega einfalt en ótrúlega gott.
En á morgun verður það sama og venjulega þar sem líklegast verður neminn veikur og við verðum bara tvö þannig að við verðum að vera snögg með allt saman.
Jæja nóg um vinnuna....
Það er bara einhvern veginn það eina sem er að gerast í lífi mínu þessa dagana. Nema,.. jú við erum núna á hverju kvöldi með strákana hennar Ólu sös og það er sko fjör að koma mat í allan skarann og bursta og svæfa og allt sem fylgir að vera með 3 börn. Þau eru svo góð og yndisleg alltaf, þetta er alveg rosalega skemmtilegt, fyrir alla.
Á ekki að fara í Latabæjarhlaupið á laugardaginn???
Við verðum þar í massastuði!

Engin ummæli: