sunnudagur, ágúst 26, 2007

Trufflusullumbullurugl

Já við verðum í a.m.k. 1 ár til viðbótar, en þið Kata mín???

Annars er helgin búin að vera alveg yndislega hálf róleg.... Útskýring: á föstudaginn var ég alveg búin á því(á góðan hátt)fór strax eftir vinnu á litla svið Þjóðleikhússins til að kenna/sýna Stefáni Halli kunningja mínum og leikara nokkur kokkatips og trix og svona, elduðum lambalæri og sósu saman á sviðinu,(
bara æfing fyrir leikrit), rosalega skemmtilegt. Eftir það fór ég heim og eyddi svo kvöldinu með Ólu,Sverri og svo seinna Gumma, tókum smá kojara á þetta bara og skemmtum okkur frábærlega, þetta er bara svo skemmtilegt lið....
Laugardagurinn fór svo bara í að horfa á vídeó með veiku dóttur minni, ójá hún er nefnilega orðin veik aftur og ekki nema 1,5 mánuður síðan hún var með bronkítis. Þetta er orðið einum of, barnið er alltaf veikt! Og já fyrir ykkur öll: hún tekur lýsi á hverjum morgni,hún tekur Latabæjarvítamín, hún borðar mat úr öllum fæðutegundum og hennar uppáhalds er grænmeti og ávextir! Það þarf bara að rífa þessa blessuðu hálskirtla út! Hún er að fara í næstu viku til háls-nef- og eyrnalæknis og vonandi hefur hann einhver svör fyrir okkur. Það er bara ekki hægt að hafa barnið alltaf svona veikt. Svo er það alltaf þannig að hún er veik minnst í viku, aldrei í 3 daga eins og venjuleg börn.
hætt að röfla..
Um kvöldið komu svo tengdaforeldrarnir og systur Sverris og Daði kærasti Arneyjar í mat til okkar. Við höfðum það bara beisik... Steiktar svínalundir með gráðostasósu og frönskum og salati. Alltaf gott! Var svo með ekta súkkulaðiköku í eftirrétt. Það var mikið drukkið og spjallað og hlegið, mjög skemmtilegt og notalegt.
Þannig að dagurinn í dag er líka fyrir framan sjónvarpið, sem er alveg með eindæmum leiðinlegt. Ég tek allt kvart og kvein yfir ítalska sjónvarpinu til baka, það íslenska er hundrað sinnum verra! Við gátum valið um heilar 3 stöðvar, á þeirri fyrstu var formúlanI(ógeð) á þeirri næstu var formúla mótorhjóla(hvort það var meira ógeð eða ekki, hef ég ekki enn komist að niðurstöðu um)og á þeirri þriðju og síðustu var DR.Phil og einhver ömurlegur reality show um suðurríkjahallærispúka á reunioni og HIgh school reunioni þar að auki, og nei ég get bara ekki valið hver af þessum ömurlegheitum fær verðlaunin að þessu sinni um ömurlegustu stöðina! Hvernig fannst ykkur notkun mín á orðinu ömurlegt í þessari færslu???
Þannig að það var bara farið út á vídeóleigu og teknar spólur.
Jæja best að fara og hanga aðeins meira.....

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég sakna ykkur geðveikt og Íslands að lesa þessa ferslu. Verðið þið ennþá á landinu 4. september koma svo já? Hekla er náttúrlega að ná sér í alla vírusa vetrarins sem hún missti af í Mílanó, geðveikt svindl :(.
Ég er loksins búin með lokaverkefnið mitt og er aftur frjáls yess yess og Ísland er næst á dagskrá. Sjáumst vonandi á næstunni
Ást
Ace

Nafnlaus sagði...

mér finnst alveg ööömurlegt að vera ekki búin að druslast til að fá ykkur í heimsókn og mér finnst alveg ööööömurlegt að sumarið hefur flogið áfram og mér finnst alveg ööööööömurlegt að það styttist í að þið verðið aftur alveg rosalega flottir Mílanóbúar í eitt ár í viðbót og mér finnst það líka frekar sveitt hvað ég er öööööööömurlega léleg að taka upp símtólið og hringja í þig
það sem maður getur verið ömurlegur (ætla samt að horfa á ömurlegt sjónvarpið í kvöld)
aumingjalegar og ömurlegar kveðjur til ykkar allra
S

cockurinn sagði...

hahahaha ömurlega góð komment!!! ;)

Nafnlaus sagði...

vegna ekki:)