já nú erum við byrjuð að pakka á fullu og það er ekki fýsilegt umhverfið okkar þessa dagana, kassastaflar í öllum hornum, en maður reynir að láta sem ekkert sé. Stelpa húsvarðarins ætlar ekki að kaupa bílinn þannig að ég setti smáauglýsingu í blaðið í gær og það voru komnar inn 3 fyrirspurnir í morgun. Ég vona að það gangi í gegn. Við erum búin að ákveða að vera ekkert að reyna að fá að afhenda bílinn þegar við komum úr fríinu því að það finnst mér of mikil áhætta. Ef hann selst ekki í tíma eða salan tekur meiri tíma eða ef eitthvað kemur uppá og lets face it við erum á Ítalíu, þá þyrfti ég að framlengja ferðinni minni hér, sem félagslega séð væri draumastaða en ég verð að fara heim og vinna fyrir peningum!
Við fórum því í dag og ætluðum að taka bílinn í nefið(í þrifum) og þegar við vorum rétt að byrja á honum að innan þá kom hellidemba og það hefur ekki hætt að rigna síðan og ég lofaði myndum af honum í kvöld, helv.andsk,djöf.rigning ég er að bilast á þessu! Það má alveg hætta að rigna núna!
Ég ætlaði að fara í dag og borða á veitingastaðnum þar sem ég verð með kvöldmatinn á þriðjudaginn en nema hvað ég miskildi aðeins eða leit vitlaust á miðann, það var á milli 14:30 og 16:00, þannig að það varð lítið úr því, hehe.
Við tókum líka daginn í þrif, þar sem ég býst við að hafa lítinn tíma til þess í næstu viku og tengdó og co. koma á laugardaginn og það verður kveðjupartý hjá okkur á föstudaginn, ég er að fara að vinna á þriðjudaginn og þarf að undirbúa það, brjálað að gera maður....
VIð erum að vona að geta haldið kveðjupartýið í garðinum, og gert almennilega grillveislu en ef það verður ennþá þessi bölvaða rigning þá þurfum við að færa það hingað inn. En það verður alltaf gaman þetta er svo skemmtilegt fólk sem er að koma.
ohh hvað ég vildi óska að maður gæti gert þetta almennilega og haft hugguleg útiljós hangandi í greinum trjánna og setja borð og stóla og haft glæsilegt hlaðborð, ohh ég get svarið það ef ég væri rík þá myndi ég halda hin glæsilegustu matarboð í hverri viku, hver vill hjálpa mér að verða milli, ég lofa að bjóða þeirri manneskju endalaust í mat, fjögurra rétta!!!!????
ohh ég er komin með nóg af pizzu, mig langaði í mexíkóskan mat í kvöld var alveg búin að búa mig undir gómsæta tortillu og baunamauk með guacamole og sýrðum rjóma,, dem að hafa misst af þessu þarna!!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
úff þetta lofar ekki góðu með þessa rigningu. Er spáin fyrir sumarið svona? hehem
Vonandi ekki, en það virðist sem næstu dagar eigi að vera sól fyrri part og svo rigning en það er aldrei að vita, kannski rætist úr þessu...
Skrifa ummæli