Við erum búin að senda búslóðina okkar til Íslands en bíllinn er enn óseldur og ég er að fara á límingunum af stressi. Það er umboðsskrifstofa sem ætlar að kaupa hann og ég er búin að láta þá hafa bílinn til að leyfa fólki að skoða og ég fer á eftir að ganga frá kaupum, vonandi! þeir hafa nefnilega ekki enn hringt og ég er nú þegar búin að hringja einu sinni í þá í morgun. Ég er alvarlega að spá í að fara bara til þeirra og þvinga þá í þetta núna, við eigum nefnilega eftir að fara og ganga frá uppsögn á rafmagni og gasi og rusli, þannig að ég er orðin gjörsamlega græn af stressi. Ég þoli ekki að sitja á rassgatinu og bíða eftir að aðrir hringi þegar ég hef fullt annað að gera! En þetta er Ítalía og allt gerist á hraða snigilsins hér....
Annars mætum við á svæðið um klukkan 20:00 á laugardagskvöldið eða þ.e.a.s. á morgun! Gvuð á morgun, nei nú fer ég alveg á límingunum!!!!
Shhhiiiiitturinn....
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
gvvuuuuuuuu hvað ég hlakka til. sendi ofurmassa strauma til ykkar....þetta reddast allt saman
kyss
Sigrún
Skrifa ummæli