miðvikudagur, maí 28, 2008

Al Tempio d'Oro

Það er nafnið á þessum veitingastað. Það var hringt í mig í gær frá þessum veitingastað og ég beðin um að búa til matseðil með íslenskum heimilismat. Ég fór á fund með honum í gær og komst að þessu. Þetta verður kynning á Íslandi í sambandi við ferðaskrifstofu hér úti og einhverja ferðaskrifstofu heima(hann mundi ekki nafnið á henni), þetta verður eitt kvöld, þ.10.júní og ég verð með þeim um kvöldið til að sjá til þess að allt verði gert á réttan hátt og koma diskunum út. Þetta verður 4ra rétta og það átti að vera heimilismatur en ekki eitthvað sem endilega er hægt að fá á veitingastöðum heima. Þetta er veitingastaður með hugsjón það er ekki hægt að segja annað. Hann hefur verið að gera þetta í 25 ár og fær til sín einu sinni í mánuði einhverja útlenda manneskju sem er tilbúin að búa til matseðil og elda mat frá sínu heimalandi, hann er einnig með sérstök kvöld þar sem er keppni á milli einhvers lands og einhvers ítalsks héraðs og svo í enda máltíðarinnar eru gefin stig og úrskurðaður sigurvegari. Hann bauð okkur á þess konar kvöld þ.8.06 og þá koma saman Marche,Basilica og Mexíkó. Mér finnst þetta alveg frábær hugmynd, svo er maturinn hafður mjög ódýr. Hann sagði að hann hefði alltaf viljað hafa þetta þannig að allir geti komið og borðað gómsætan og öðruvísi mat en hann yrði svo sem ekki ríkur af þessu en hann sagðist skemmta sér konunglega. Á þessum kvöldverðum koma að meðaltali 100-140 manns í hvert skipti, helvíti gott. Mér leist nú ekkert sérstaklega á þetta svona fyrst um sinn, þar sem þetta er í innflytjendahverfi sem er ekkert sérstaklega gott og svo var heimasíðan alveg hallærisleg og allt þarna inni var alveg rosalega hallærislegt, en svo eftir að hafa talað við hann þá fannst mér þetta alveg frábært hjá honum og svaklega sniðugt og fannst ég mjög heppin að fá að vera með! Þetta verður mjög spennandi...., verst að geta ekki flutt allt inn frá Íslandi eins og við vorum með um helgina, íslenska lambið er náttúrulega allt allt öðruvísi! Ég ætla að spreyta mig á rúgbrauðinu, sjá hvort ég geti ekki gert það sjálf hérna heima, ég man að yfirmaður Sverris bakaði það alltaf heima hjá sér og Sverrir sagði að það hefði bragðast frábærlega, fer að tékka á því í vikunni eða næstu.
Mér fannst alveg frábært að sjá á vigtinni að ég var búin að fá aftur þessi 2 kíló sem ég missti með miklum herkjum, og það eftir aðeins 3 daga í að borða eðlilega en án mikillar hreyfingar, og ég get svarið það ég tapaði mér ekkert í áti sko!
Veðurspáin=Rigning og aftur rigning, er að bilast á þessu! Ég ætla að fara í ljós! Nema það sé líka bara fyrir þá ríku í þessu landi(líklegast).
Við höfum komist að því að það borgar sig ekki að flytja bílinn heim og ætlum því að reyna að selja hann hér, það verður skrautlegt maður!

2 ummæli:

Ólöf sagði...

Þetta hljómar rosalega spennandi,skvís! Og plís ekki fara í ljós:)

cockurinn sagði...

já það er það... hmmm, já veit ekki kannski ekki ljós