fimmtudagur, maí 15, 2008

Hor og viðbjóður

já ég er lögst í rúmið með flensu í fyrsta skipti í örugglega eitt og hálft ár! Þarna missi ég tvo daga í líkamsrækt, andsk! Ég sem var komin í svo góðan gír. Ég reyndi að gera jóga í gær en nefið var svo stíflaðað ég gafst fljótt uppá því og svo ætlaði ég að fara út að skokka en sem betur fer sleppti ég því þar sem ég var orðin svo slæm um 2 leytið að ég þurfti að hringja í Sverri til að fá hann fyrr heim. Ég held mig samt sem áður við matarkúrinn, sem er sérstaklega erfitt þegar maður á svona bágt, búhú, þá langar mann bara í tja t.d. íslenska nammmið sem Óla systir var að senda okkur;) en ég er sterk og ætla ekki að bregðast sjálfri mér, og hana nú!
Ég pantaði far fyrir Heklu í gær þannig að hún fer heim með tengdó þ.29.júní, þá höfum við tíma til þess að pakka öllu og setja í flutning og svona án þess að hafa áhyggjur af henni, það hefði líka verið erfitt fyrir hana og leiðinlegt, þannig að tengdamamma kom með þessa snilldarhugmynd og við gripum hana á lofti.

2 ummæli:

Ólöf sagði...

oddoddod god bedring sös!

cockurinn sagði...

takktakk