Mikið ofboðslega er ég búin að skemmta mér síðustu tvo daga. Ég var aðstoðarmaður Leifs matreiðslumeistara á La Primavera, en hann var með veislu hér úti þar sem komu saman Ísland og Ítalía. Verið er að reyna að setja á viðskiptasamaband á milli þessara landa og vonandi gengur það upp allt saman. FUndurinn var haldinn í þinghúsinu í miðborginni og við sáum um hádegisverðinn sem var uppá íslenskan máta. Allt hráefni var sent frá Íslandi og ég að sjálfsögðu slefandi yfir því öllu saman(langt síðan ég var heima þið vitið). Þarna var lambalæri, saltfiskur, taðreykt bleikja, graflax, harðfiskur, tvíreykt hangikjet, pönnukökur með rabbarbarasultu og þeyttum rjóma, skyr með bláberjasósu og handgert konfekt frá Hafliða og síðast en ekki síst að sjálfsögðu hvítlauksristaður íslensku humar með íslensku smjöri. Þetta var allt saman algert sælgæti og gestirnir voru ofboðslega ánægðir með matinn. Jónína kona Leifs var líka þarna að hjálpa okkur og þetta gekk allt saman eins og í sögu, en hvað það hefði verið skemmtilegt ef ég hefði fengið fleiri svona tækifæri á meðan á dvöl minni stóð hér á Ítalíu.
Í gærkveldi fékk ég svo símtal frá manni sem á veitingastað hér í borg og talar á ljóshraða. Ég náði ekki miklum upplýsingum úr þessu símtali, því miður, en mér skildist að það verði einhver veisla þ.10. júní og að þemaið verði íslenskt og að ég ætti að vera einhvers konar rágjafi. Ég er að fara að hitta hann á eftir klukkan 18.00 og vona ég að ég eigi eftir að skilja hann aðeins betur, það er jú soldið aðalatriði ekki satt;)!
En hann sagðist hafa fengið númerið mitt hjá Olgu konsúl þannig að ég er búin að vera að reyna að ná í hana í dag til að fá einhverjar upplýsingar frá henni um þetta en hún hefur ekki svarað í símann, vona að hún svari á eftir.
mánudagur, maí 26, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli