laugardagur, maí 10, 2008

Allt að gerast

Ja eða þannig.
Jón Þór vinur Sverris er búinn að vera hjá okkur síðustu daga og höfum við verið að gera ýmislegt skemmtilegt þessa vikuna. Fyrst vorum við Hekla bara heima þar sem hún varð veik strax eftir Rómarferðina, datt í hug hvort það hefði verið útaf öllum þessum viðbjóðslegu klósettum sem við þurftum að pissa á. Smá viðvörun til þeirra sem eru að hugsa um að koma til Ítalíu, klósettin eru mesti viðbjóður sem ég hef nokkurn tíman séð! Alls staðar, meira að segja þegar þú ferð á fínan veitingastað eru klósettin viðbjóður dauðans, og ég er komin með nett nóg!
Annars þegar Hekla var að ná sér fór hún í pössun til Óla og Esterar og við fórum að borða á 2 stjörnu michelin stað sem heitir Peck. Þar fengum við geggjaðan mat! En ég verð að segja að ég varð fyrir vonbrigðum með klósettin og mér fannst meira varið í matinn á Joia,hann var meira spes einhvern veginn. En ég fékk þó að tala við meistarann Cracco eftir matinn og kíkja á eldhúsið og þegar ég fór og var búin að tala við hann þá gaf hann mér föndurkubb merktan honum og matseðilinn. Það var ekki laust við smá karlrembu þarna inni, það var ekki ein kona í starfsliðinu, engin í eldhúsinu og við konurnar við borðið fengum matseðla án verðs en karlmennirnir fengu með verði, sem var svo helvíti fyndið í endann þegar ég og Jole borguðum matinn!
En svo daginn eftir vorum við Jón Þór svo inspíreruð af matnum að við tókum okkur til , fórum á markaðinn og töpuðum okkur. Við keyptum allt sem okkur langaði í, allt sem var ,,in season" sem var rosalega girnilegt og svo þegar við komum heim þá tók við matseðlagerð og úr varð glæsilegur matseðill og unaðslegur matur. Við vorum að elda allan daginn og skemmtum okkur rosalega vel, með bjór í annarri, hehe.
Matseðillinn samanstóð af:

ANTIPASTI
Marineruð eggaldin með tómatbrunoise,basilíku,steinselju og hvítlauk
Marineraðar ólífur
Djúpsteikt eggaldin blóm
Bakaðir hvítlauks-kirsuberjatómatar
Prociuttovafinn hvítur aspas með sítrónu-Beurre blanc
Ferskar grænar baunir velt upp úr olíu frá Gardavatni og flögusalti

PRIMO PIATTO
Saffranrisotto gert með indversku saffrani og smjösteiktum kálfakjötsmerg

SECONDO PIATTO
Brasserað kálfakjöt í hvítvíni með unaðslegum ofnsteiktum kartöflum og soðsósu borið fram með rucolasalati með sinnepsdressingu, bökuðum tómötum og parmesanosti

FYRRI EFTIRRÉTTUR
Marineruð kirsuber í appelsínusafahlaupspíramída með heitri súkkulaðisósu

SEINNI EFTIRRÉTTUR
Sælgætismelónu-og hunanssorbet(heimatilbúinn)

Þetta var allt borið fram með víni frá Gardavatni.

Ég set inn uppskriftir og myndir á matarsíðuna mína í vikunni.

Í gær fórum við svo að heita vatnagarðinum við Gardavatnið og eyddum þar deginum í sólbaði og lúxus, Hekla buslaði í vatninu allan daginn og sagði svo í endann að þetta hefði sko verið skemmtilegur dagur, enda sofnaði hún sæl og rjóð í bílnum á leiðinni heim. Þegar heim var komið fórum við beint að Navigli og fórum á Solo pizza(napólskar pizzur) og fengum okkur pizzu. Sverrir og Jón Þór fóru svo í partý til Óla og Esterar og komu heim um klukkan 6 í morgun! Þetta er búið að vera ofboðslega skemmtilegar 2 vikur og nú á morgun byrja ég í ræktinni til þess að taka þessi velmegunarkíló af helvítis rassinum! (var ekki sátt í bikiníinu í gær) Er ekki hægt að taka 5 kíló af á einum mánuði???

2 ummæli:

Ólöf sagði...

Ef þú finnur aðferð til þess, plíííís láttu mig þá vita!

cockurinn sagði...

hehe geri það;)