takk fyrir öll kommentin á matarboðsmyndirnar, ég bjóst við því að fólk yrði slefandi yfir þessu en jæja manni getur jú skjátlast.
Við viljum þakka öllum sem gáfu okkur pening í brúðargjöf(og að sjálfsögðu öllum hinum líka) nema hvað við vorum að ákveða loksins og kaupa eina gjöf fyrir nokkuð af peningnum, fyrir valinu varð nespresso kaffivél, 400 skammtar af alls konar kaffi, mjólkursuðuvél og kassi fyrir kaffið(svona til að sýnast þegar gestir fá sér kaffi;)). Við erum rosalega stolt og æst yfir þessari vél og myndum helst vilja fá fullt af fólki í heimsókn til að sýna hana en þessa stundina njótum við hennar bara tvö. Ég get hins vegar ekki drukkið kaffi eins og flestir vita, þar sem ég fæ mígreniskast af því, þess vegna fengum við þónokkuð mikið af koffínlausu kaffi með. Þannig að ég æsti sjálfa mig upp í það að fá mér kaffi tvisvar á dag, og svo allt í einu fékk ég mígreniskast í miðju skokki útí miðjum garði, ein með Heklu, ekki alveg gáfulegasta aðstaðan. En ég var sem betur fer með símann á mér og gat hringt í Sverri og hann kom heim úr vinnunni til að sjá um Heklu. Ég ákvað því að lesa mér aðeins til um decaf kaffi og þá kom í ljós að decaf does not mean caffeinfree! Ok vissi það ekki, hefði verið betra að vita það. Reyndar er misjafnt eftir tegundum hversu mikið koffein er í hverjum bolla en í flestum tilfellum er það að minnsta kosti jafn mikið og er í einni kókflösku en getur verið meira.
Við fórum í mini-eurovision partý í gærkvöldi og svindlaði ég því á megruninni og fékk mér bjór en gvuð hverjum er ekki sama, það var ærið tilefni til bjórdrykkju, það jú eurovision ég meina HALLLÓ! Það var mjög skemmtilegt en þar sem við vorum með Heklu var´nú bara farið snemma heim. Reyndar er verið að æsa upp í annað eurovision partý annað kvöld, djöfull væri ég til í að hrynja í það en ég er að fara að vinna snemma á sunnudagsmorguninn sem ég er mjög æst í þannig að ég verð bara heima með Heklu snús með dæet kók í annarri og gufusoðinn kjúkling í hinni, jeijj...
Djöfull gerði ég góðan kvöldverð í kvöld! Set inn uppskriftir af því á uppskriftasíðuna;)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
jújújú ég er slefandi yfir öllu namminu. var að fatta hvað það er stutt í að þið komið heim... jibbí hvað það verður gaman að sjá ykkur. sitjum núna sveitt í sólinni á Flórída og vel brunnin eins og sönnum Íslendingum sæmir.....
þúsund kossar til ykkar allra og gangi ykkur vel að pakka ykkur saman og flytja.
Sigrún og co,
takktakk;) Góða skemmtun í Florida, það lítur þá út fyrir að þú verðir sólbrúnni heldur en ég, sem er reyndar ekki erfitt!
Free [url=http://www.invoiceforyou.com]make an invoice[/url] software, inventory software and billing software to create competent invoices in before you can say 'jack robinson' while tracking your customers.
Skrifa ummæli