miðvikudagur, maí 14, 2008

smá blogg um daginn og veginn

Fann einhverja þörf hjá mér að blogga, kannski er einmanaleikinn eitthvað að stríða mér í dag. Ég ákvað að fara í ræktina á mánudaginn og var með það í huga að fá mér einkaþjálfara til að missa 5 kíló á einum mánuði. Mér hefur ekki tekist það hingað til þannig að ég vonaði að einnhver gæti aðstoðað mig í þessu en viti menn þegar ég sagði henni að ég þyrfti að taka stelpuna með mér breyttist konan í afturendarassapíku og sagði að það væri ekki hægt og allt í einu var ekki hægt að kaupa 1 mánuð í senn heldur bara árskort! Ég sagði þá að ég myndi geta komið á kvöldin og sleppt því að koma með Heklu en hún stóð föst á sínu. Ég sagði henni þá að ég hafi komið þarna fyrir ári síðan og þá var mér boðnir 2 mánuðir án vandræða en þá var víst búið að breyta öllum reglum, sagði hún með bros á vör helvítis beljan. Ég fór þá út með tár á vanga og vonleysið uppmálað. En ég ákvað að berjast við þessa helvítis fitu og er nú farin að borða allt gufusoðið, hafragraut með engu nema vatni og fullt af vatni og megrunartei auk þess að gera workout í 2 tíma á dag. Fyrst geri ég smá jóga(er að koma mér hægt inn í það aftur),fer svo með Heklu á hjólinu og ég skokka í 30 mín og svo fer ég aftur út að skokka þegar Sverrir kemur heim úr vinnunni. Ég er nún búin að gera þetta í tvo daga(nema ég borðaði ekkert fyrsta daginn) og er svo uppgefin núna að ég er að drepast, ekki einu sinni búin að búa til sófa í dag! En ég ætla ekki að gefast upp! Ég píndi mig til að gera jóga áðan í 45 mínútur og ég er allt önnur eftir það, það bókstaflega gaf mér orku. Annars var ég mjög gáfuð, var að fatta að ég er með hjólalykilinn hans pabba á lyklakippunni minni, hehe þannig að pabbi greyið getur ekkert hjólað.
Ég verð aðstoðarmaður matreiðslumanns sem kemur hingað þ.26.maí. Það er matreiðslumaðurinn af La Primavera og konan hans sem koma, þetta er hádegisverður þar sem þemaið er íslenskur matur. Þetta er mjög spennandi og ég hlakka mikið til. Verst að ég skildi vinnuskóna mína eftir á Íslandi þar sem ég ætlaði að vera löngu búin að kaupa mér skó á netinu en hef eitthvað trassað það, ætli sé ekki best að drífa í því, þar sem maður er loksins kominn með greiðslukort og svona skemmtilegheit.
Við vorum að athuga hvað það myndi kosta að senda bílinn heim með okkur svo að við fórum að reikna út hvað hann kostaði og hvað hann myndi kosta í dag og þess háttar og það er bókstaflega 300.000 króna munur á honum. Þegar við keyptum hann kostaði hann eitthvað um 780.000 en sama upphæð í dag er um milljón! Skemmtilegt þetta evruævintýri, ha!
Jæja þá er Svez kominn heim og ég ætla út að skokka af mér rassinnnnnn....

P.s. Ef einhver veit um einhver reiðnámskeið fyrir 6 ára í sumar endilega látið mig vita!!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sælar! Hann Leifur var einmitt að segja mér frá því að þú yrðir aðstoðarkokkurinn hans úti í Mílanó :) gaman að þessu. Gangi þér vel og gaman að fylgjast með matarblogginu þínu :)

Nafnlaus sagði...

Hæ!
Dagmar fór alltaf á reiðnámskeið hjá Íshestum, þau eru virkilega góð. http://ishestar.is/index.asp?action=dest&destid=258&intOpenID=40&catid=258&intOpenID2=258

cockurinn sagði...

Takktakk
já þetta verður mjög spennandi allt saman!
Takk fyrir reiðnámskeiðshintið;) Tékka á þessu..

Nafnlaus sagði...

Þúsundir kvenna dreymir um að vera með líkama eins og þinn.

cockurinn sagði...

úúúú leynilegur aðdáandi;)heehe