já og nú er Sverrir lagstur í rúmið líka. Ég drattaðist þó úr rúminu í dag og píndi minn mjög svo óhrausta kropp í 30 mínútna skokk í garðinum, það var mjööög erfitt! Það er líka rigning og ekki er það að hressa mann við í þokkabót, en gerði það að verkum að það var næstum enginn í garðinum, var soldið smeyk en lét það ekki á mig fá heldur lét það bara hræða mig í að stoppa lítið sem ekkert og hlaupa bara áfram....
Það er nú reyndar eitt mjög gott sem rigningin færir og það er að hún bleytir risafrjókornin sem hafa verið að angra borgarbúa síðustu 2 vikur og festir þau niður í jarðveginn. Þessi frjókorn hefur verið hér út um allt eins og snjóþekja og þegar kemur smá vindhviða feykir hún þeim upp og það er varla hægt að anda almennilega.
Ég er í persónuleikaprófi í dag, það heitir hversu sterk geturðu verið þegar kemur að mat?. Það er jú víst nefnilega þannig að það er nammidagur hjá Heklu og Sverri og sitja þau hér við hliðina á mér og smjatta á hinu gómsæta, unaðslega, frábæra, geggjaða íslenska nammi sem Óla sys sendi okkur. Ég hef þó ákveðið að það verða öngvir nammidagar hjá stúlkunni á þessum 5 vikum á meðan á megruninni stendur! Ég er því búin að borða kjúklingasúpu, þar sem hún á að vera góð við flensu og er að bíða spennt eftir hvítlauks,chilli og engifer teinu mínu.(bhúhúhúBAAAAAAAAAHAHAHAAAAA)
Já eins og sést er ég ekki að breyta mataræði mínu til frambúðar, hehe. Jesús minn ég gæti aldrei borðað svona allt árið um kring! Það er hins vegar spurning hvort maður komi sér ekki í 2 tíma rútínuna á dag í líkamsrækt, sem yrði þá Ashtanga jóga, vona að ég geti það þegar við flytjum heim.
Við sáum mjög góða kvikmynd í gær það var: The Last King of Scotland, mér fannst myndin mjög góð og hann átti alveg sannarlega óskarinn skilið fyrir leikinn, það sem´mér fannst varpa smá skugga á hana var að ég held virkilega að enginn geti verið eins heimskur og þessi læknir var, í alvörunni það var stundum eins og að horfa á Mr.Bean, hver afglöpin á eftir öðru.
Ég er búin að vera að fylgjast soldið með teiknimyndunum sem Hekla er að horfa á og mér finnst koma allt of oft fyrir að einhver sögupersóna sé ,,of feitur og þurfi að fara í megrun" ég meina Hekla er meira að segja farin að segjast ekki vilja vera með feitan maga þegar hún verður stór, mér finnst þetta kannski aðeins of langt gengið og svo kemur upp þessi leikur frá Wii Nintendo, ég er nú ekki alveg að fatta hvað er svona skemmtilegt við þann leik. Ok offita er vandamál og sérstaklega í börnum en af hverju ekki að fara leiðina sem Lazytown byrjaði með, en er greinilega búin að gleyma soldið núna.
Ég var að skrá Heklu á reiðnámskeið í sumar, hún fer með Herði Sindra í skóla sem heitir Reiðskólinn.is. Ég tékkaði á námskeiðinu hjá Íshestum og Sörla og það var bara miklu dýrara og svo ef maður reiknar bensínkostnað inn í dæmið líka þá er þetta búið að hækka ansi mikið, sérstaklega í ljósi nýs bensínverðs. Talandi um það ég held að nú ættu Íslendingar aðeins að fara að haga sér eins og aðrir stórborgarbúar og hugsa um bensíneyðslu bílanna sem þeir aka um á. Alls staðar í borgum erlendis á fjölskyldufólk litla og sparneytna bíla til að snattast um á dagsdaglega og svo á það stóran station nú eða jeppa til að fara lengri ferðir. Þetta er ekki einhver tíska hér úti heldur er þetta gert þar sem fólk á ekki annarra kosta völ eða það hefur aðeins hugsað dæmið út til enda. Við erum að skoða bílaauglýsingar í blöðunum í dag og þar er ansi mikið af bílum til sölu gegn því yfirtöku lána, hmmmm.... á maður ekkert að fara að hugsa???
Ég er t.d. mjög hreykin af litla bílnum okkar, hann hefur meira að segja fengið verðlaun fyrir að vera sparneytin, enda fer alveg ótrúlega lítill peningur í bensín hjá okkur, og bensínið hér kostar það sama og heima!
já þannig er nú það allt saman.
Best að fara og gæða sér á unaðslega kvefteinu mínu, mmm hvað ég hlakka til....
föstudagur, maí 16, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
okkar eyðir ekki neinu! Við eyddum bara 40 þ í bensín í síðasta mánuði og ég hjólaði nánast allt sem ég fór hehe. Sniðugt!
hehehe já ok, mjög sniðugt hmmm...
Skrifa ummæli