Hekla er með æði fyrir brauði með miele(hunangi).
....fór á sína fyrstu balletsýningu um daginn með móður sinni, og ætlar að verða ballerína þegar hún verður stór, þrátt fyrir að sýningin hafi verið með eindæmum léleg(hún fer allavegana ekki í þennan ballettskóla)
....vaknaði um daginn og sagði ,,ohh mamma mig dreymdi svo skemmtilegan draum, ég átti sólarrúm og mitt eigið herbergi" Ég spurði hana þá hvað væri ,,sólarrúm", þá sagði hún ,, það er svona rúm sem er svona niðri, þú veist, ekki svona uppi, sko" sem sagt ekki koja eins og hún á heldur venjulegt rúm, og mamman fékk pínu í magan af sammara fyrir að geta ekki verið í aðeins stærri íbúð.
....á ca. 200 buxur en vill einungis ganga í kjólum ,,sem snúast" sem sagt fara upp þegar hún snýr sér í hringi.
...velur alltaf fötin sem hún vill fara í á morgnana(Óla! minnir nett á þig)
...getur verið í baði í 2 klst, mamman þarf að draga hana uppúr
... segir alltaf ,,ruslafæði" í staðinn fyrir ,,ruslafata"
Hekla er fallegasta barn í öllum heiminum!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Klárlega fallegasta barn í heimi og gáfaðasta barn í heimi ;)
Kv. Arney
hehe þokkalega!
Skrifa ummæli