sunnudagur, júní 03, 2007

Jíííhahaaaa!!!

Já þá er það staðfest! Ég er komin með vinnu á klakanum! Verð á VOX í sumar í hádegisverðarhlaðborðinu. Þetta er glæsilegt tilboð í alla staði og ég hlakka mikið til að byrja og vera með þeim þarna á þessu glæsilegasta hóteli landsins.
Hamingjuóskir væru vel þegnar í hinu svokallaða kommentakerfi, koma svo krakkar, hætta að bara kíkja, kommenta líka!!!

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Glæsilegt hjá þér frænka, til hamingju! Hvenær komið þið heim?

Nafnlaus sagði...

Þú ert æði....... gluuuð hvað ég hlakka til að sjá þig.
kyss
Sigrún

Nafnlaus sagði...

þú verður þá í næsta húsi við mann og kíkir í drykk í sigtúninu beint eftir vinnu! til hamingju!

cockurinn sagði...

Takk takk... Við komum heim 29.júní.
Líst vel á drykkinn Inga María ;)

Hrólfur S. sagði...

Til hamingju!!!

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með vinnuna,
pabbi

Nafnlaus sagði...

Innilega til hamingju með starfið !!!
Hlakka til að sjá ykkur
kossar og knús
Arney

Dýrið sagði...

til ham sæta,
fór einmitt á téð hádegisverðahlaðborð á sunnudaginn og það var unaður, og þá meina ég UNAÐUR!
Þú ert best!

cockurinn sagði...

Takk allir saman:)

Nafnlaus sagði...

Til lykke! Mágur minn er einmitt að fara að kokka á VOX.
Kveðja
Gunna í DK

Ólöf sagði...

ekki verra að þeir eru að fara að breyta hótelinu í hilton hótel. Örugglega ekki slæmt að hafa það á cv-inu:)