föstudagur, júní 01, 2007

úps ekkert blogg í heila viku!!!

já það er búið að vera brjálað að gera þessa vikuna en alveg einstaklega skemmtileg vika samt sem áður.
Ég var nefnilega með sexstugsafmæli Jole á þriðjudaginn og svo var Íslandskynning á miðvikudaginn þar sem ég var einnig að kynna mig. Veislan sló alveg í gegn og allir í boðinu tóku hjá mér nafnspjald, bæði þeir mikilvægu,þ.e. þeir sem hafa mikil áhrif og einnig hinir sem gætu reddað mér litlum partýum. Þessi veisla var fyrir 40 og gerði ég allt saman í eldhúsinu hjá mér, maður er orðinn svo vanur að vinna í litlum eldhúsum þannig að þetta var lítið mál, bara spurning um góða skipulagningu. Íslandskynningin var aðeins öðruvísi en ég hafði ímyndað mér, konsúllinn okkar hafði sagt mér frá því að þarna yrðu samankomnir margir ræðismenn frá öðrum löndum en aðeins voru þarna mættir 2 ræðismenn annars staðar frá og restin var svo gamlingjar sem ég geri nú ekki ráð fyrir að fá nokkur viðskipti frá. Ítalir eru einstaklega íhaldssamir í matarsmekk og vilja einungis sitt elskaða pasta, sérstaklega gamla fólkið! Hinir ungu eru aðeins að liðkast í þessu og er ég aðallega að stíla inná þann markað og einnig hina aðeins betur efnuðu þar sem þeir virðast líka vera aðeins ævintýragjarnari í þessu. Ég reyndar fékk boð um að gera veislu fyrir Íslandskynningu einhverskonar í Flórens í næstu viku og ég varð mjög upp með mér en þegar hún sagði mér fjöldan var úr mér allur vindur þar sem talan var 300!! Ég get því miður ekki tekið að mér svo stórar veislur þar sem ég er bara alein í þessu:(
Ég tók mig loksins saman í andlitinu og sótti um vinnu heima fyrir sumarið og viti menn ég fékk glæsilegt tilboð frá einu flottasta hóteli á Íslandi! Það er allt að smella saman og ég segi betur frá því seinna, þegar allt er komið í hús.
Skólinn er orðin ansi strembinn núna, það er búið að bæta við beisiklí öllum tíðum sagnanna sem eru 15 talsins, við erum því miður ekki með þetta allt saman í íslenskunni en þó ansi mikið af þessu sem betur fer. Ég er loksins komin með íslensk-ítalska orðabók(og ítalsk-íslenska) og það hefur svo sannarlega skýrt ýmislegt fyrir mér. Ég er góð í ensku en það er bara lítil sem engin málfræði í enskunni og allar tíðirnar eru með sama orði, æ það er ansi margt í þessum tveimur tungumálum sem hefur sama orð, þannig að ef mig vantaði útskýringu á einhverju þá var það ansi oft sama orð í enskunni og ég engu nær. En nú mun þetta allt verða auðveldara, vonandi!
Ég fór með Heklu á ,,playdate" í gær, heim til vinkonu hennar í leikskólanum og sú á litla systur, einnig á hin vinkona hennar lítinn bróður og viti menn Hekla er allt í einu orðin obsessed á því að eignast systkin, talar ekki um annað og hinn ímyndaði vinur hennar, sem er alltaf til staðar, er orðinn systir hennar í stað ástarinnar hennar.
Það hefur rignt hér síðstu vikuna og er það einstaklega niðurdrepandi og allir komnir með kvef og hósta. Hitinn féll niður í 14°C úr 38°C þannig að það er svo sem ekki skrítið að maður fái kvef með því.
Annars fór ég með Báru, Telmu og Rósu á Gattopardo á fimmtudaginn, ekkert smá gaman. Mikið drukkið, dansað og talað. Ég var alveg búin á því í gær, þar sem þessir háu hælar sem ég á eru ca.20 cm og ég var náttúrulega líka þunn svo þurfti ég að fara á playdate. púff tók á en allt saman bara skemmtilegt. Fór líka á hjólinu mínu út um allt í gær sem er fast í 3ja gír, alveg svakalega þungt. Það var grenjandi rigning en þar sem ég hafði heyrt daginn áður að það yrði verkfall í metróinu þá ákvað ég að hjóla lengst uppá Cadorna sem tók um 30 mín og þessi svakalega góði regngalli sem við keyptum í Flying A í Köben var sko engan veginn að standa sig í rigningunni því að ég var hundblaut þegar ég mætti loksins í skólann alltof seint, svoleiðis öskureið útí þessa brjáluðu Ítali sem kunna ekki að keyra né þá heldur taka tillit til hjólreiðafólks!!! Enda eru búin að vera nokkur dauðahjólreiðaslys síðustu vikurnar hérna, fólk heldur hjólar ekki með hjálma hér. Það er líka með mestu fornaldarbarnastóla sem ég hef séð og það bindur ekki börnin í þá og né þá heldur setur á þau hjálma! Þau missa andlitið og hljægja þegar þau sjá Heklu aftan á hjá mér.
En nóg um hjólaböggssögur. Best að fara og standa við nammidagsloforð.
Þorgerður hvar ertu, er að reyna að ná í þig?
Til hamingju með ritgerðina!!!!

2 ummæli:

Ólöf sagði...

Greinilegt að við erum að verða hjólafríkböddís!! En ég verð að fara að fá mér hjálm.

cockurinn sagði...

já nákvæmlega. Ég líka ég bara hef ekki einu sinni séð þá útí búð hérna! Ah þessir Ítalir...