Já svo sannarlega.
Við stóðum fyrir picnic,barbeque í garðinum okkar og það var verulega tekið á því get ég sagt ykkur! Það var etið,drukkið og næstum því sungið,kannski var sungið ég bara man það ekki. Við stelpurnar stungum reyndar af um 1 leytið og fórum á skemmtistað hér í borginni og héldum áfram drykkjulátum okkar þar;)
En mikið djöfull var gaman!
Það var hins vegar ekki eins skemmtilegt daginn eftir, við vorum svo ógeðslega þunn að það hálfa! Við gátum ekki hreyft okkur. Ég fór útí búð til að reyna að hressa mig við en svo er það náttúrulega þannig hér að maður bara labbar á vegg þegar maður kemur út og það er allt annað en hressandi!
Hekla virtist vera í lagi þann daginn en svo daginn eftir og í dag er hitinn kominn aftur og hóstaköstin. Þannig að það er læknir á eftir.
Hitinn fer hækkandi með hverjum deginum en það eru ennþá nokkur ský en það vonandi lagast áður en við förum í fríið. VIð ætlum að fara í dag og leita að tjaldi fyrir ferðalagið.
Katrín systir Sverris kemur í kvöld og það er mikil tilhlökkun á heimilinu. Svo er líka sýning í skólanum hans Sverris í kvöld. Allt að gerast. Svo fékk Sverrir út úr prófunum og hann er algerlega að brillera þarna. Það var bara 8,9 og 10,10. Glæsilegur árangur!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
vá frábært til hamingju bæði! Þú með að vera búin og hann með einkunnirnar. Ert þú búin að fá úr þínu?
Til hamingju Sverrir og þú líka, Sigurrós mín. Hlakka til að sjá ykkur. Nú er kominn miklu stærri og betri sandkassi fyrir yngri kynslóðina og rólur eru á leiðinni ásamt rennibraut. Garðurinn okkar verður eins og leikskóli.
afi Palli
Vá til hamingju Sverrir og til hamingju Sigurrós með að vera búin með skólann þinn. Þið eruð ekkert minna en snillingar.
Nú megið þið líka fara að drífa ykkur heim
kyss
Sigrún
Vá frábært pabbi, Hekla verður ánægð! takk allir;)
Skrifa ummæli